Píratar huga að eldri borgurum – Tillögugerð í mótun

Píratar huga að eldri borgurum – Tillögugerð í mótun

600px-PíratarHér koma tillögur þriggja Pírata, þeirra Gríms Friðgeirssonar, Gunnars Rafns Jónssonar og Konráðs Eyjólfssonar. Þær urðu til eftir yfirlegu þeirra á fyrri tillögum svipaðs efnis frá ýmsum eldhugum úr hópi eldri borgara.

Réttlætiskröfur aldraðra og öryrkja 2016:

1 Afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 2009

2 Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum
leiðrétting skerðingar verðbóta á lífeyri sem hér segir:
• 2009: 2.8%
• 2010: 12%,
• 2011: 5,4%,
• 2012: 4,0%,
• 2013: 5,2%,
• 2014: 3,9%
• 2015: 2,0%,
Samtals skerðing upp á 35,3%.
Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%

3 Tafarlaus hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur.

Kröfur aldraðra og öryrkja frá næstu kosningum:

1 Tryggður verður sveigjanlegur starfslokatími fólks, áhugi, heilsa og fl. ráði ferð, en ekki einhver ákveðinn aldur

2 Þeir sem vilja og geta unnið eftir 67 eða 70 ára aldur verði skattfrjálsir, vegna þeirra tekna, hugsanlega upp að næsta þrepi álagningar

3 Skerðing á lífeyri, framfærslulauna eða borgaralauna frá Tryggingastofnun vegna annara tekna verði afnumin

4 Allir atvinnurekendur og launþegar, hvort heldur opinberir eða einkaaðilar, verði undanþegnir launatengdum gjöldum (ca. 30%) svo sem tryggingagjaldi, lífeyrissjóðsgreiðslu, orlofsgreiðslu og öðrum slíkum

5 Ekki verði heimilt að greiða lægri upphæð en sem nemur framfærslulaunum

6 Gjaldfrjáls aðstaða til líkamlegrar og andlegrar iðkunar

7 Þurfi annað hjóna eða sambýlinga á stofnanavist að halda skal hinum aðilanum tryggð vistun á sama stað

8 Hafi ættingjar seinkað för einstaklings á stofnun með umönnun viðkomandi, skulu reglur vistunarmats ekki draga úr möguleikum skjólstæðings að komast á stofnun

9 Dvöl aldraðra og öryrkja á stofnun verði ókeypis

10 Skjólstæðingi skulu tryggðar kr. 100.000.- / mán. á stofnun

11 Ríki og sveitarfélög tryggi:
a) rekstargrundvöll og mönnun stofnananna, þannig að þær geti greitt starfsfólki viðeigandi laun
b ) búsetuúrræði í minni íbúðum, sambýlum eða í þjónustuklasa á vegum sveitarfélagsins


Tengdar greinar

Þorsteinn Sæmundsson um verðtryggingu lána, ungt fólk og afstöðu verkalýðshreyfingarinnar

….”Þeir vindar sem blása um verkalýðshreyfinguna núna, ferskir, verða vonandi til þess að verkalýðshreyfingin og forustumenn hennar leggist á árar

Góð sparnaðarráð fyrir okkur – Gætu hentað þér

Við Gerum stóru innkaupin í stórmarkaði/lágvöruverðsverslun, -allt að helmings verðmunur er á sumum vörum. Við slökkvum ljósin yfir hádaginn, förum

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.