Píratar huga að eldri borgurum – Tillögugerð í mótun

Píratar huga að eldri borgurum – Tillögugerð í mótun

600px-PíratarHér koma tillögur þriggja Pírata, þeirra Gríms Friðgeirssonar, Gunnars Rafns Jónssonar og Konráðs Eyjólfssonar. Þær urðu til eftir yfirlegu þeirra á fyrri tillögum svipaðs efnis frá ýmsum eldhugum úr hópi eldri borgara.

Réttlætiskröfur aldraðra og öryrkja 2016:

1 Afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 2009

2 Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum
leiðrétting skerðingar verðbóta á lífeyri sem hér segir:
• 2009: 2.8%
• 2010: 12%,
• 2011: 5,4%,
• 2012: 4,0%,
• 2013: 5,2%,
• 2014: 3,9%
• 2015: 2,0%,
Samtals skerðing upp á 35,3%.
Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%

3 Tafarlaus hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur.

Kröfur aldraðra og öryrkja frá næstu kosningum:

1 Tryggður verður sveigjanlegur starfslokatími fólks, áhugi, heilsa og fl. ráði ferð, en ekki einhver ákveðinn aldur

2 Þeir sem vilja og geta unnið eftir 67 eða 70 ára aldur verði skattfrjálsir, vegna þeirra tekna, hugsanlega upp að næsta þrepi álagningar

3 Skerðing á lífeyri, framfærslulauna eða borgaralauna frá Tryggingastofnun vegna annara tekna verði afnumin

4 Allir atvinnurekendur og launþegar, hvort heldur opinberir eða einkaaðilar, verði undanþegnir launatengdum gjöldum (ca. 30%) svo sem tryggingagjaldi, lífeyrissjóðsgreiðslu, orlofsgreiðslu og öðrum slíkum

5 Ekki verði heimilt að greiða lægri upphæð en sem nemur framfærslulaunum

6 Gjaldfrjáls aðstaða til líkamlegrar og andlegrar iðkunar

7 Þurfi annað hjóna eða sambýlinga á stofnanavist að halda skal hinum aðilanum tryggð vistun á sama stað

8 Hafi ættingjar seinkað för einstaklings á stofnun með umönnun viðkomandi, skulu reglur vistunarmats ekki draga úr möguleikum skjólstæðings að komast á stofnun

9 Dvöl aldraðra og öryrkja á stofnun verði ókeypis

10 Skjólstæðingi skulu tryggðar kr. 100.000.- / mán. á stofnun

11 Ríki og sveitarfélög tryggi:
a) rekstargrundvöll og mönnun stofnananna, þannig að þær geti greitt starfsfólki viðeigandi laun
b ) búsetuúrræði í minni íbúðum, sambýlum eða í þjónustuklasa á vegum sveitarfélagsins


Tengdar greinar

Íslenska svefnbæjar heilkennið

Svefnbær er staður þar sem fólk hverfur inn í hús sín og sefur. Í svefnbæ er nánast ekkert að gerast

Endurbætur við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði

“Hafnar eru framkvæmdir við umhverfi smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í haust og vor

Fjarðabyggð hyggst breyta og bæta stjórnsýsluna

Fjarðabyggð segir á vefsvæði bæjarfélagsins að markmið breytinganna sé að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.