Píratar leggja fram tillögu um borgaralaun

Píratar leggja fram tillögu um borgaralaun

600px-PíratarFlokkur Pírata hefur lagt fram Tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.

Í tillögu Pírata undir liðnum Framfærsla og mannrétindi segir m.a.

“Fátækt á Íslandi er að miklu leyti afleiðing íslenskrar velferðarstefnu sem byggist á skilyrtri velferðarforsjá í formi lágmarksaðstoðar og áherslu á góðgerðarstarfsemi og ölmusu fyrir þá verst settu. Íslenska ríkið hefur í gegnum árin sett lög og reglugerðir sem veita fólki svo lágar bætur að upphæðirnar eru innan fátæktarmarka. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru á árinu 2014 34.500 manns, eða 11,1% landsmanna, undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun.”

Undir liðnum Samantekt, segir í niðurlagi

“…Grunnhugtökin sem styðja við hugmyndafræðina á bak við skilyrðislausa grunnframfærslu eru frelsi og jafnrétti, skilvirkni og samstaða, jörðin sem sameiginleg eign allra jarðarbúa, jöfn hlutdeild sam­eigin­legs ávinnings af tækniframförum, sveigjanleiki á vinnumarkaði og reisn hinna fátæku, baráttan gegn atvinnuleysi og ómannúðlegum vinnuskilyrðum, baráttan gegn landsbyggðarflótta og ójöfnuði á milli sveitarfélaga, efling fullorðinsfræðslu og sjálfstæði gagnvart vinnuveitanda og maka.

Stuðst var við þessa hugmyndafræði við tillögur að uppbyggingu starfshópsins þar sem leitast var eftir að tryggja að sem breiðastur hópur þeirra sem hafa hagsmuna að gæta mundu koma að vinnunni.

Baráttan gegn fátækt á Íslandi snýst ekki einungis um að bæta hag lítils og afmarkaðs hóps fólks í samfélaginu heldur snýst hún um grundvallarmannréttindi, jafnrétti, mannvirðingu og lýðræðisumbætur sem mundu betrumbæta samfélagið fyrir alla. Baráttan snýst um það raunverulega frelsi sem fæst með eflingu efnahagslegra- og félagslegra réttinda, aukið sjálfstæði, sem vinnst þegar miðstýring ríkisstjórnar er minnkuð, og eflingu friðhelgi einkalífs þegar eftirlitið verður óþarft. Þung og flókin kerfi, eins og við búum við núna, hafa mjög alvarleg og neikvæð áhrif á lýðræðisríki þar sem þau hefta aðgang fólks að nauðsynlegum upplýsingum um réttindi sín svo það geti verið virkir þátttakendur í lýðræðinu. Án gagnsæis og greiðs aðgangs að upplýsingum er lýðræði einungis sýndarleikur fyrir þá sem ekki kunna að greiða úr flækjum kerfisins.

Heimurinn er að þróast og við höfum ekki efni á því að spyrna á móti þeirri þróun til lengdar. Það sem ákvarðar hvort viss þróun sé neikvæð eða jákvæð fyrir samfélag er geta okkar til að sjá hvert við stefnum og horfast í augu við óhjákvæmilega þróun og undirbúa okkur. Möguleikinn á stórkostlegum breytingum er ljós en til þess að tryggja samfélaginu þann möguleika að lenda á betri stað er mikilvægt að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og rannsaka alla valkosti.”

Fundir á Austurlandi

Þess má geta að Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Helgadóttir verða með fundi á Austurlandi nú um helgina, 21. og 22. nóvember undir yfirskriftinni “Átt þú samleið með Pírötum.” – Fundirnir verða haldnir á þessum tíma og stöðum: Laugardaginn á Eskifirði í Kaffihúsinu kl. 13:30 og í Nesbæ, Neskaupstað kl. 16:00 – Daginn eftir (þ. 22.), verður fundað kl. 13:30 á Hótel Alda, Seyðisfirði, og kl. 16:00 sama dag á Bókakaffi, Egilsstöðum. – Allir eru velkomnir.


Tengdar greinar

Síðasti mánuður vetrar

Einmánuður, sem hefst í dag, er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu

Er sjón- og hávaðamengun af vindmyllum?

Við greindum frá því fyrir stuttu að Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar, hefði hafnað erindi einstaklings á Stöðvarfirði, þess efnis

Íslensk byssuvæðing

Einhvern veginn finnst mér ekki skrítið að lögreglan okkar sé komin með hríðskotabyssur. Síbylja af amerísku fjölmiðlaefni, sem aðallega gengur

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.