Pólitískur veruleiki Steingríms J. Sigfússonar

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, er meira en lítið gáttaður á Pírötum að vilja ekki mæta á þar til gerðan, 60 – 100 milljón króna sérsmíðaðan Alþingispall á Þingvöllum og hlýða á ræðu Piu Kjærsgaard, forseta danska Þjóðþingsins og snæða síðan með henni kvöldverð í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.
„Hún er ekki boðin hingað sem einstaklingur eða stjórnmálamaður og þaðan af síður vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins og er hérna í krafti embættis síns,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis í Mbl.is í gær 18. júlí.
Samkvæmt skilgreiningu Steingríms J., -er viðkomandi Pia Kjærsgaard þannig samansett: 1) Einstaklingur, 2) Stjórnmálamaður, 3) Manneskja með skoðanir, og 4) Embættismaður, sem varðar lítið eða ekkert um hina þætti sjálfs síns.
Spurning hvort framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og Vinstri grænna í pólitík megi skýra með sama hætti, þ.e. í atkvæðaleit megi lofa kjósendum öllu fögru og svíkja þá jafnharðan eftir kosningar, þar sem viðkomandi sem forseti Alþingis og/eða forsætisráðherra er annars „eðlis“ eftir kosningar?
Tengdar greinar
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórna Fjarðabyggð næstu fjögur árin
“Jón Björn Hákonarson oddviti framsóknarmanna verður forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason oddviti sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs út kjörtímabilið. Þá
Ráðleggingar til hestamanna um áramót
Dýrahald og flugeldar Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim.
Sameining Breiðdalsvíkur og Fjarðabyggðar í kortunum
Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 23. október sl. Kom fram erindi frá Breiðdalshrepp um sameiningu við Fjarðabyggð.