Pósturinn mismunar viðskiptavinum

Þegar farið er með pakka í pósthúsið, er ekki sama hver póstleggur pakkann. Gefum okkur að þú standir við hliðina á fulltrúa fyrirtækis sem er á vildarsamningi við Póstinn, og þið eruð að senda nákvæmlega eins pakka á sama stað á landsbyggðinni. Pakkarnir eru báðir 2.6 kíló að þyngd og málin eru: Lengd 86cm Breidd 24cm x Hæð 17cm. – Þér er gert að greiða 2.906 krónur en fyrirtækinu er sleppt með 946 krónur. Með öðrum orðum, þú greiðir ríflega 300 prósentum hærra verð en fyrirtækið. – Spyrja má hvaðan Pósturinn fái það svigrúm að veita fyrirtækjum slík kjör? -Er hugsanlegt að okrað sé á almennum viðskiptamanni, svo niðurgreiða megi póstsendingar fyrirtækja?
Tengdar greinar
Efling og Öryrkjabandalag Íslands berjast saman fyrir bættum kjörum
Á sameiginlegum fundi Öryrkjabandalags Íslands og Eflingar stéttarfélags hefur verið ákveðið að félögin berjist saman fyrir bættum kjörum. Á fundi
1984.is – Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Við hér á Aust.is getum mælt með vefhýsingu hjá 1984.is – Frábær þjónusta og jákvætt starfsfólk sem er tilbúið til
Fría bókhaldskerfið Manager vinsælt
Spánverjar, danir, þjóðverjar, hollendingar og grikkir hafa þýtt Manager bókhaldskerfið að fullu. Þetta kerfi höfum við á aust.is verið að