Ræða á Alþingi – Halldóra Mogensen um fátækt.

Hugmyndafræði viðheldur fátækt, hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta, hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræði sem kaup og sölu á vörum, hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattur og reglugerðir verða að vera í lágmarki, opinbera þjónustu ber að einkavæða, ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppinum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru ekki einungis hamlandi markmiðum þessarar hugmyndafræði heldur beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðið trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt.
Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hinir ríku sannfæra sig um að þeir hafi eignast peninga sína vegna verðleika sinna og hunsa tækifærin sem þeir höfðu fram yfir aðra, svo sem menntun, efnahag og umhyggjugetu foreldra sinna. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfu sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana, hún er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni.
Skömmin er okkar og ábyrgðin er okkar að endurskoða samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug. Nú er tími nýrra hugmynda.
Tengdar greinar
Aðvörun! – Þvoið ekki bílahluti í þvottavélum
Sjá myndband hér fyrir neðan.
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.
Þegar Torfi töffari fékk klippingu – Myndasaga
Hann Torfi er bara ósköp venjulegur torfustrákur úr sveit. Hann hefur verið að safna bítlahári að undanförnu og það hefur