Ríkidæmi Pírata

Fátækir íslendingar horfðu með forundran á Píratann, Jón Þór Ólafsson, rífa þrjá 10 þúsund krónu seðla í beinni útsendingu á alþingi í dag.
Jón Þór var með þessu að sýna á táknrænan máta “…hversu mikill kostnaður skýslunnar um fall sparisjóðanna var, en að hans sögn væri hægt að rífa einn þúsund króna seðil á hverri sekúndu.” – Skýrslan kostaði 600 milljónir og er ríflega 1000 blaðsíður að lengd.
Gera má því skóna, að með gjörningnum hafi Jón Þór verið að sýna fram á bruðl við skýrslugerð, sem upplýsi lítið sem ekkert um það sem áður var vitað.
Margt fólk, svo sem aldraðir og öryrkjar, skilja ekki þann stráksskap, að menn leyfi sér að rífa í tætlur seðlaupphæð, sem þeir hinir sömu hafa til mánaðalegrar framfærslu, eftir skatta og skyldur.
Tengdar greinar
Er álið málið? – Af hverju er álið ekki fullunnið á Íslandi?
Hvað með fullvinnslu á áli? Alcoa framleiðir úrvals ál til framhaldsvinnslu og skipar því út í þúsundum tonna í hverjum
Hársnyrtistofa Öddu, Fáskrúðsfirði
Alltaf brjálað að gera.
Er íslenskan ekki nothæf lengur?
Við gistum á íslensku sveitahóteli um liðna helgi. Þjónustan og aðbúnaður var til fyrirmyndar, -en Það vakti furðu okkar að