RÚV í góðum málum – Tvær kvikmyndir þeirra Ethan og Joel Coen….

…og sú þriðja í kvöld. Ég tek ofan fyrir RÚV. Í gærkvöldi sýndi sjónvarpið okkur tvær af myndum þeirra bræðra, Ethan og Joel Coen, -og í kvöld fáum við þriðu myndina frá þeim: Stóri Lebowski eða (The Big Lebowski), sem er gamanmynd frá árinu 1998, með Jeff Bridges, John Goodman og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Sannkölluð veisla fyrir aðdáendur þeirra bræðra hér á ferðinni.
Big Lebowski:
Fyrri myndin í gærkvöldi var: Blóraböggull eða (The Hudsucker Proxy), Bandarísk gamanmynd frá árinu 1994. Myndin segir frá stjórnarmönnum iðnfyrirtækis sem ákveða að sölsa það undir sig með því að ráða einfeldning sem forstjóra. Þannig áætla þeir að hlutabréf fyrirtækisins falli og þeir geti eignast þau fyrir lítið fé.
The Hudsucker Proxy:
Seinni myndin var: Brennist að lestri loknum eða (Burn after Reading), bandarísk frá 2008. Sagan segir frá Osborne, sérfræði í málefnum Balkanskaga sem er rekinn úr starfi hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna og fer eftir það að skrifa endurminningar sínar. Disklingur með minningum hans dettur úr tösku á líkamsræktarstöð og lendir í höndum tveggja starfsmanna sem reyna að koma honum í verð. Meðal leikenda eru Brad Pitt, Frances McDormand, George Clooney, John Malkovich og Tilda Swinton.
Burn after Reading:
Tengdar greinar
Ráðleggingar til hestamanna um áramót
Dýrahald og flugeldar Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim.
Fjarðabyggð hyggst breyta og bæta stjórnsýsluna
Fjarðabyggð segir á vefsvæði bæjarfélagsins að markmið breytinganna sé að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð
Samningur um almenningssamgöngur á Austurlandi
SvAust ehf. tekur að sér að sjá um allan akstur sveitarfélaganna á Austurlandi sem unnt er að flokka sem almenningssamgöngur