Sameining Breiðdalsvíkur og Fjarðabyggðar í kortunum

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 23. október sl. Kom fram erindi frá Breiðdalshrepp um sameiningu við Fjarðabyggð. Tildrög eru að á fundi sínum 19. október sl. samþykkti sveitarstjórn Breiðdalshrepps að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Ef Fjarðabyggð fellst á þetta erindi verði kosin samstarfsnefnd sveitarfélaganna eins og skýrt er í 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Framhaldið verði í samræmi við ákvæði laganna. Þá liggur fyrir skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri – Breiðdalshreppur samfélagsgreining og sameiningarkostir. Bæjarráð leggur til að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs og fundi bæjarstjórnar. Mynd með texta: https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Breiddalsvik_mineral_collection_1.jpg
Tengdar greinar
Hækka þarf lægstu laun
300 þúsund króna lágmarkslaun ásamt hækkuðum skattleysismörkum er sanngjörn krafa í komandi samningum. – Það er ekki boðlegt í siðuðu
Streita og streituvarnir – fræðslufundur í Fáskrúðsfirði
Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikill skaðvaldur streita getur verið, ef hún er viðvarandi og langvarandi ástand. Fyrirlesturinn snýr
Vorhreinsun í Fjarðabyggð
Dagana 21. – 28. maí nk. fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð. Starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðva fara þessa daga