Samkvæmisleikir fyrir pólitíkusa og annað áhugafólk um leikaraskap

Að gefa langt nef:
Pólitíkus leggur sig í líma við að hunsa kjósanda sinn. Í þessum leik má stinga saman nefjum og stökkva upp á nef sér. – Ekki er ætlast til að óviðkomandi reki inn nefið. Báðir aðilar þurfa að hafa bein í nefinu og ekki sakar að hafa munninn fyrir neðan nefið. – Leikur fyrir bæði kyn.
Ullukeppni:
Þessi keppni er erfið, en hún vekur oft mikla kátínu meðal viðstaddra þegar vel tekst til. Reglur eru þær að keppendur skulu nota tunguna sem grunnverkfæri. Tveir pólitíkusar, sem þurfa að vera í hæfilegri fjarlægð hvor frá öðrum, horfast í augu og reka út úr sér tunguna hvor framan í annan. Gæta þarf að fjarlægð, varast skal að sleikja andstæðinginn. – Sá vinnur sem lengur ullar.
Störukeppni:
pólitíkus starir á annan pólitíkus þar til annar hvor gefst upp og lítur undan. Þá hefur sá unnið keppnina sem starir áfram. – Það að hætta störun og ulla á andstæðinginn er vítavert brot á reglum keppninnar. – Keppni fyrir bæði kyn.
Pissukeppni:
Tveir pólitíkusar stilla sér upp fyrir framan vegg og keppa í því hvor þeirra geti pissað lengra upp eftir veggnum. Sá vinnur sem dregur lengra. – Ekki kvennagrein.
Tengdar greinar
Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna
Á þessari vefsíðu, sjá hér, “,,eru birtar upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Hægt verður að skoða fyrir
Fjárlagafrumvarpið – Aldraðir og öryrkjar mega éta það sem úti frýs
Stjórnarandstaðan barðist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra í umræðu um fjárlagafrumvarpið, án árangurs. Fróðlegt var að fylgjast með
Ógn af laxeldi í sjó – Þrjú athyglisverð myndbönd
Vissir þú að í laxeldi á Íslandi er notaður innfluttur erfðabreyttur norskur stofn sem átti aðeins að nota í landeldi