Samkvæmisleikur við Póstinn

Ég, eins og margir, fæ póst frá útlöndum. Af því tilefni berst gjarnan tilkynning frá Póstinum þar sem tilgreint er póstnúmer sendingar. Böglapóstsendingu frá bandaríkjunum fylgir t.d. 13 stafa runu, sem endar á skammstöfuninni US. Sending frá Kína endar á HK, svo dæmi séu nefnd. Í fáum tilvikum segir í tilkynningu Póstsins hvert innihald pakka er, þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé það tekið fram á fylgiseðli sem er límdur utan á pakkann.
Það að fá pakka frá Kína getur orðið að skemmtilegum samkvæmisleik við Póstinn. Sérstaklega ef búið er að skipta út upprunalega sendingarnúmerinu, með endingunni: HK, og setja IS endingarnúmer í staðinn. Gátan verður svo mun flóknari ef sendandi er sagður: NN = NO NAME í tilkynningu.
Þegar þarna er komið, byður þú starfsmenn póstsins um að opna pakkann fyrir þig og kanna innihald. Það kostar þig auðvitað nokkrar krónur aukalega, en hvað er ekki á sig leggjandi fyrir svo skemmtilegan samkvæmisleik sem þennan.
Tengdar greinar
Djúpivogur í miklum vanda
“Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning í landinu og stjórnvöld til alvarlegrar umhugsunar um
Kveikt á jólatrjánum í Fjarðabyggð
“Það styttist óðum til jóla og um helgina verða ljósin tendruð á jólatrjám Fjarðabyggðar í flestum byggðakjörnum. Eins og í
Einar Kárason rithöfundur móðgar hyskið af landsbyggðinni
Einar Kárason rithöfundu skrifar á Facebook: “Ég hef búið í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll í áratugi og hef ekkert vondar tilfinningar