Samningar um kaup og kjör

Samningsferli sem innifelur sjálfkrafa prósentuhækkanir á kaupum og kjörum upp allan launastigann, þarf að afnema. Slíkt launa- og samningskerfi skapar stigvaxandi ójöfnuð í þjóðfélaginu. – Hækkun 250-350 þúsund króna launa upp á 2,8 prósentustig þýðir 8-9 þúsund króna hækkun, á sama tíma hækka laun Gylfa Arnbjörnssonar, (1.200 þús. mán.) um 30.000 krónur á mánuði.
Launþegar í fullri vinnu, sem fyrir síðustu kjarasamninga þurftu að sækja sér ölmusu hjá líknarfélögum, þurfa þess áfram eftir samninga sem hljóða upp á 2.8% launahækkun. Verðbólga mælist 4 prósent, og því er samningurinn kjaraskerðing upp á 1.2% prósent.
Vonandi er að félagar í verkalýðsfélögum um allt land, hafni nýgerðum samningi og samið verði að nýju upp á krónutöluhækkanir, þar sem hálaunamenn eins og Gylfi, fái ekki krónu í hækkun, -en hinir sem eru undir 300-350 þúsundum í mánaðarlaunum, fái að lágmarki 30-50 þúsund króna launahækkun. Launahækkun verði minni eftir því sem ofar fer í launastiga.
Tengdar greinar
Landsbanki – Heimabanki allra landsmanna, botnfrosinn
Nú 1. október, þegar allir reikningar eru á eindaga í heimabankanum. Þá frýs hann, hann þolir ekki álagið sem skapast
Katrín Jakobsdóttir um réttlætið – Stefnuræða forsætisráðherra
Ræða Katrínar Jakobsdóttur Frú forseti. Góðir Íslendingar. Hæstv. forsætisráðherra ræddi í ræðu sinni fyrst og fremst gott efnahagsástand og um
Djúpivogur í miklum vanda
“Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning í landinu og stjórnvöld til alvarlegrar umhugsunar um