SAMÞYKKT um búfjárhald í Fjarðabyggð

SAMÞYKKT um búfjárhald í Fjarðabyggð
Hvergi er minnst á reglur fyrir blessað sauðféð
Hvergi er minnst á reglur fyrir blessað sauðféð okkar

1. gr. Samþykkt þessi er sett til að tryggja skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í Fjarðarbyggð, koma í veg fyrir ágang á lóðir íbúanna og til verndar gróðri í sveitarfélaginu.

2. gr. Búfjárhald, s.s. nautgripa, hrossa, svína, sauðfjár, geitfjár, kanína, loðdýra og alifugla, er heimilt á lögbýlum í Fjarðabyggð. Búfjárhald utan lögbýla er heimilt með samþykki bæjarstjórnar. Búfjárhald innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins er óheimil. Um fiðurfé gildir samþykkt Fjarðabyggðar um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.

3. gr. Sá sem stunda vill búfjárhald utan lögbýla, sbr. 2. gr., skal senda skriflega umsókn til Fjarðabyggðar á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Í umsókninni skal gera grein fyrir fjölda búfjár sem halda skal og tegund þess, húsnæði skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og það land sem er til umráða og öðru sem máli kann að skipta um öryggi búfjársins og vörslu þess.

4. gr. Telji Fjarðabyggð að umsækjandi uppfylli þau skilyrði sem krafist er veitir hún leyfi til búfjárhalds. Leyfisveiting búfjárhalds skuldbindur þó Fjarðabyggð ekki til að sjá búfjáreigendum fyrir beitilandi handa búfé né leggja þeim til aðra aðstöðu til búfjárhaldsins. Leyfi til búfjárhalds er veitt til 5 ára í senn. Leyfið er háð gildandi lögum og reglum um búfjárhald eins og þær eru á hverjum tíma og er gefið út á nafn. Leyfið er ekki framseljanlegt. Sá sem fær leyfi til búfjárhalds samkvæmt samþykkt þessari skal hafa búféð í öruggri vörslu og ber hann að öllu leyti ábyrgði á því. Þegar leyfið er veitt skal upplýsa leyfishafa um gildandi reglur um búfjárhald á sérstaklega skipulögðum búfjárbyggðum.

5. gr. Lausaganga stórgripa, hrossa, nautgripa og svína, er bönnuð í Fjarðabyggð. Umráðamaður búfjársins skal halda þeim í gripheldum girðingum í samræmi við gildandi girðingalög nr. 135/2001 og þar að lútandi reglugerð. Þeir sem verða fyrir ágangi stórgripa geta tilkynnt slíkt til Fjarðabyggðar sem hefur forgöngu um að láta handsama ágangsgripi. Sveitarfélagið getur gefið umráðamanni, sé vitað hver hann er, kost á að handsama búfénaðinn tafarlaust en skal að öðrum kosti sjá til þess að láta handsama búfénaðinn og færa í örugga vörslu. Umráðamanni skal tilkynnt um gripi sína og gert að sækja þá og greiða áfallinn kostnað, svo sem vegna tjóns eða kostnað við handsömun. Við ítrekað brot eða hafi umráðamaður ekki hirt um að sækja gripi sína innan tíu daga, er heimilt að svipta viðkomandi leyfi til búfjárhalds. Um ráðstöfun gripa fer eftir lögum um velferð dýra nr. 55/2013. Umráðamaður búfjár ber allan kostnað vegna tjóns sem búfé hans kann að hafa valdið sem og vegna handsömunar, geymslu og fóðrunar þess skv. gildandi gjaldskrá Fjarðabyggðar. Kostnaður er tryggður með lögveði í gripunum.

6. gr. Sé búfé haldið á lögbýli þar sem ekki er föst búseta, skal umráðamaður þess tilnefna tilsjónarmann sem fylgist með aðbúnaði og ástandi búfjársins sbr. lög nr. 55/2013 um velferð dýra.

7. gr. Allar lögskipaðar læknismeðferðir á búfénaði, s. s. garnaveikibólusetning, skulu framkvæmdar á ábyrgð umráðamanns búfjár. Umráðamanni búfjár er skylt að merkja búfé sitt samkvæmt reglugerð nr. 916/2012.

8. gr. Um fjallskil í Fjarðabyggð fer eftir lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum, svo og ákvæðum í gildandi fjallskilasamþykktum fyrir sveitarfélög á starfssvæði SSA.

9. gr. Brot gegn samþykkt þessari varða sektum. Með mál út af brotum skal farið samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Dómsmál skulu rekin fyrir Héraðsdómi Austurlands.

10. gr. Samþykkt þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Fjarðabyggðar, staðfestist hér með samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2013, um búfjárhald., með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Ákvæði til bráðabirgða Þeir sem við gildistöku þessarar samþykktar eiga eða hafa í umsjá sinni búfé sem fellur undir ákvæði til leyfisveitingar skulu sækja um leyfi til búfjárhalds til Fjarðabyggðar innan 12 mánaða frá gildistöku samþykktarinnar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. desember 2019. Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. _ Elísabet Anna Jónsdóttir


Tengdar greinar

….já, það snjóar og það snjóar…

Það er ekkert smá sem snjóar hér á Fáskrúðsfirði. Stanslaus ofankoma frá því í gærdag. Gul viðvörun á austurlandi og

Rúsínurnar níu mánuði fram yfir “Best fyrir” dagsetningu

Kannski eru rúsínur í góðu lagi þótt þær fari eitthvað fram yfir “Best fyrir” dagsetningu í matvöruverslun, en það verður

Veiðifélag Breiðdælinga mótmælir harðlega áformum um fiskeldi í Stöðvarfirði

Þann 17. ágúst sl var tekin fyrir í bæjarráði Fjarðabyggðar, ályktun Veiðifélags Breiðdælinga er varðar fyrirætlanir um fiskeldi í Stöðvarfirði

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.