Sendingarkostnaður í hæstu hæðum

Sagan greinir frá manni sem þurfti að kaupa sér örsmáan gúmmí-þéttihring í vélina í bátnum sínum. – Þéttihringurinn var svo smár að það tók hann nokkra stund að finna hann í pakkanum við afhendingu í pósthúsi hér á austurlandi.
Þar sem krónan okkar er að verða frekar verðlítil, þurfti þéttihringurinn að kosta heilar 206 krónur frá umboði. – Umboðsfyrirtækið pakkaði honum inn og sendi hana á næsta pósthús. Fyrir það tók fyrirtækið 377 krónur sem bættist á reikninginn sem hljóðaði samtals upp á 583 krónur.
Pósturinn rukkaði síðan 500 krónu gjald, sem nefnist Pakkapóstkrafa og að auki 1.062 krónur, sem kallast Pakki/Pósthús, samtals 1.562 krónur.
Þegar upp er staðið kostar þessi örsmái þéttihringur 2.145 krónur. -Eða ríflega eittþúsund prósentum meira en kaupandi hefði þurft að greiða ef hann hefði farið í verslunina og keypt þéttihringinn yfir afgreiðsluborðið.
Tengdar greinar
Bæjarráð Fjarðabyggðar kallar eftir leyfum til laxeldis
“Fiskeldi ályktun bæjarráðs – Bæjarráð Fjarðabyggðar vill ítreka fyrri bókun sína um útgáfu leyfa í tengslum við laxeldi. Enda tafir
Vetrarríki – Yrkisefni listamanns
Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum