Sérkennileg viðhorf til viðskiptavinarins

Það er engu líkara en sum fyrirtæki í verslun og þjónust haldi að þau séu til staðar af greiðasemi við viðskiptavini sína. Þetta viðhorf gengur svo langt að bankanefna ein hér á Fáskrúðsfirði auglýsir nýjan opnunartíma sem hljóðar upp á að framvegis verði bankinn opinn í tvo tíma, tvisvar í mánuði. Nánar tiltekið, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. – Spurning hverjum þessi örþjónusta eigi að þjóna?
Nokkuð landlægt virðist orðið að dagvöruverslanir séu hættar að verðmerkja vörur í hillu. Viðskiptavininum er gert að hlaupa þvers og kruss um versluninna til að komast í þar til gerðan skanna, sem upplýsir verð á viðkomandi vöru.
Um daginn keypti ég brauð í verslun. Þetta var hið ágætasta brauð í alla staði, en við skoðun á umbúðum kom á daginn að brauðið var án upprunamerkingar. Venjan er sú að fyrirtæki merki framleiðslu sína, en svo var ekki í þessu tilviki. – Spurning hvort þetta sé nýtt fyrirkomulag í verslun og þjónustu, þ.e. að viðskiptavininum komi það ekkert við hver framleiðir vöruna sem hann neytir.
Tengdar greinar
Glæsileg brúðkaupsveisla dóttur okkar
Ástkær dóttir okkar, Þóra Gunnarsdóttir og uppáhalds tengdasonur, Jón Karlsson gengu í það heilaga þann 7. september 2013 Margt var
Slakur Strætó í Fjarðabyggð
Nú þegar Apótekið, bankinn og stjórnsýslan öll, hefur hörfað frá jaðar byggðarlögum inn að miðkjarna Reyðarfjarðar fyrir tilstilli sameiningar og
Umsókn Fiskeldis Austurlands ehf um aðstöðu til samsetningar á sjókvíum í Fáskrúðsfirði hafnað
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur ógilt fyrri samþykkt þess efnis að Fiskeldi Austurlands fái til afnota/leigu frá 1. maí sl.,