Sérkennileg viðhorf til viðskiptavinarins

Það er engu líkara en sum fyrirtæki í verslun og þjónust haldi að þau séu til staðar af greiðasemi við viðskiptavini sína. Þetta viðhorf gengur svo langt að bankanefna ein hér á Fáskrúðsfirði auglýsir nýjan opnunartíma sem hljóðar upp á að framvegis verði bankinn opinn í tvo tíma, tvisvar í mánuði. Nánar tiltekið, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. – Spurning hverjum þessi örþjónusta eigi að þjóna?
Nokkuð landlægt virðist orðið að dagvöruverslanir séu hættar að verðmerkja vörur í hillu. Viðskiptavininum er gert að hlaupa þvers og kruss um versluninna til að komast í þar til gerðan skanna, sem upplýsir verð á viðkomandi vöru.
Um daginn keypti ég brauð í verslun. Þetta var hið ágætasta brauð í alla staði, en við skoðun á umbúðum kom á daginn að brauðið var án upprunamerkingar. Venjan er sú að fyrirtæki merki framleiðslu sína, en svo var ekki í þessu tilviki. – Spurning hvort þetta sé nýtt fyrirkomulag í verslun og þjónustu, þ.e. að viðskiptavininum komi það ekkert við hver framleiðir vöruna sem hann neytir.
Tengdar greinar
Miklir vatnavextir í Fáskrúðsfirði
Í vatnavöxtum undanfarinna daga kemur í ljós að þörf er á styrkingu við syðri bakka Kirkjubólsár gegnt hesthúsabyggð. Ég hef
Gamlingjar á glæpabraut
Sagan greinir frá nokkum eldri borgurum á elliheimili, þar sem niðurskurður er kominn að sársaukamörkum. Kanelsnúðarnir horfnir af matseðlinum og
Jákvæðar hugmyndir í gerjun á Stöðvarfirði
Atvinnustarfsemin hrundi á Stöðvarfirði, tveir togarar voru seldir burt og fiskvinnslan hætti. Íbúum fækkaði um helming, – dagvöruverslun lagðist af,