Sinubrunar í Fjarðabyggð

Nokkuð mikið var um sinubruna í Fjarðabyggð um þessi áramót. Samkvæmt frétt á vefsvæði Austurfrétta, fór Slökkvilið Fjarðabyggðar í 15 brunaútköll frá klukkan 09:00 að morgni gamlársdags til klukkan 02:00 á nýjársnótt. Öll útköllin að undanskyldu einu, voru vegna sinuelda sem kviknað höfðu út frá brennum eða flugeldum. Haft er eftir Guðmundi H. Sigfússyni Slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð að í tveim tilfellum hafi litlu mátt muna að eldur kæmist í íbúðarhús og einnig hafi mikil reykmengun borist m.a. yfir hesthús.
Hestamönnum á Fáskrúðsfirði var brugðið vegna útbreiðslu sinuelda eftir að kveikt var í áramóta bálkesti staðsettum við vesturenda gamla flugvallarins. En skammt frá er hesthúsabyggð Fáskrúðsfirðinga. – Lán í óhappi var, að hestamenn höfðu beitt hrossum sínum á grasi vaxið svæði sem nær allt frá hesthúsum að bálkesti, -að undanskildri skák þar sem logaði hvað mest. Eldurinn breiddist hratt út svo kalla þurfti á slökkvilið.
Vel má hugleiða alvarleika þess að sinueldar berist að húsum og öðrum verðmætum. Ef farið er um svæðið vestan við Ljósaland og um Kirkjubóls land. Má sjá að þar er allt á kafi í sinu frá ári til árs. Beitarafnot eru takmörkuð vegna ýmissa orsaka, svo sem þeirra, -að skógrækt og hófleg hrossabeit fari ekki saman?
Tengdar greinar
Galdur eða undarlegar tilviljanir? – Myndband
Skoðaðu myndbandið hér fyrir neðan. Hugsaðu þér eitt spil og legðu það á minnið. Spilaðu myndbandið. Horfðu í augað sem
Fjármálaráðherra á villgötum
Fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson mun mæla fyrir frumvarpi til fjárlaga í dag 14. september. Þar mun hann upplýsa okkur um fyrirhugaða