Sirkusinn mættur á Austurvöll

Það er alltaf gaman þegar hann mætir í miðbæinn með sitt árlega húllumhæ. Sumir fatta ekki grínið, halda að plottið gangi út á gildishlaðinn virðuleika, en þannig lítur þetta út í upphafi. Hátíðleg skrúðganga um Austuvöll, Biskupinn messar og forsetinn heldur innblásna ræðu um fegurð fjallkonunnar og gildi þess að vera víkingur út á hjara veraldar.
Síðan hefjast leikarnir; trúðar, grínarar og blekkingameistarar taka völdin. – Ekkert er eins og áður, svart verður hvítt og hvítt svart. Já, þýðir nei og nei þýðir já. Sannleikurinn hljómar sem lygi og lygin sannleikur.
Ísmeygilegur vasaþjófur fer um sviðið og nappar smáaurum frá smábörnum og fattlausum gamlingjum og færir þá götustrákum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Galdramaður vestan af fjörðum, sagar bágstadda í sundur og telur þeim trú um að þeim komi til með að líða betur í tvennu lagi.
Speglasalurinn er rekinn af sjálfumglöðum glaumgosa með arnarnef. Salurinn hans er þeirrar náttúru gæddur að gestir sjá sig sem vellauðug mikilmenni sem eru yfir aðra hafnir.
Búralegur trúður´narrar viðstadda í draugahúsið. Þar má upplifa afturgengin steratröll úr dýraríkinu og uppvakninga úr húsnæðilánakerfinu.
Stórt paradísarsarhjól er á svæðinu, útvöldum er boðið til sætis svo þeir megi virða fyrir sér alsnægtir heimsins. Fátækum, öldruðum, öryrkjum og þaðan af efnaminni, er boðið í litla paradísarhjólið, sem hefur ekki verið smurt lengi í sparnaðarskyni, en fyrir vikið er það gætt þeim eiginleika að gestir þess snúa á haus í efstu stöðu. – Fyrir neðan hjólið er góði féhirðirinn með sópinn sinn.
Barmstór spákona með kristalkúlu segir okkur að hún sjái fyrir sér betri tíð með blóm í haga, en fyrst þurfi menn að færa fórnir, sérstaklega þeir sem minna mega sín.
Tengdar greinar
Hestamenn á Fáskrúðsfirði þakklátir
Á síðasta sumri lagfærði bæjarfélagið vegaspotta við gatnamót að þjóðvegi, en vegurinn var orðinn mjög viðhaldsþurfi. Það ber að þakka.
Ég er ölmusumaður og aumingi
Hann kemur gangandi niður götuna og staldrar við hjá mér, þar sem ég er að dytta að bílnum mínum. Við
Grútarmengun í Fáskrúðsfirði
Það skyggði á veðurblíðuna í dag að þykkt grútarlag mengaði sjó og fjöruborð í firðinum fagra. Smábátahöfnin fór ekki varhluta