Sjókvíaeldi – Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið

Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund, skrifar í Vísir.is þann 9. maí sl. athyglisverða grein. Tilvitnun í niðurlag: “…kjarni málsins er að tæknin sem sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni.
Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur.
Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað.
Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu.
Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. – Annað er stórkostleg tímaskekkja.”
Tengdar greinar
Píratar leggja fram tillögu um borgaralaun
Flokkur Pírata hefur lagt fram Tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og
Bjarni Benediktsson fer með ósannindum gegn fátækum eldri borgurum
Bjarni Benediktsson sagði í ræðustól alþingis í dag 14. nóvember, að kaupmáttur eldri borgarar hafi hækkað mest allra á undanförnum
Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum
„Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi, samkvæmt ákvörðun