Sjókvíaeldi – Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið

Sjókvíaeldi – Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið

Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund, skrifar í Vísir.is þann 9. maí sl. athyglisverða grein. Tilvitnun í niðurlag: “…kjarni málsins er að tæknin sem sjókvía­eldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni.

Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóður­afgöngum og saur.

Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað.

Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu.

Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. – Annað er stórkostleg tímaskekkja.”


Tengdar greinar

Vatnsveitan í Fáskrúðsfirði mikið áhyggjuefni

Í nýlegri fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar má lesa eftirfarandi: “2.18. 1801155 – Vatnsveita 2018 Niðurstaða 579. fundar bæjarráðs Bæjarráð fór yfir

Fyrirspurn um opnunartímar sorphirðustöðva

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt skriflega fyrispurn varðandi misræmi í opnunartíma sorphirðustöðva í hinum ýmsu byggðarlögum, með þeim hætti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti

Herra forseti. Kæra landsfólk. Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti — þetta eru þau skýru, sameiginlegu grunngildi sem yfir 1.200 manneskjur sammæltust

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.