Slæm þróun í viðskiptum – Er heimabankakerfið að syngja sitt síðasta

Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og jafnframt eitt af olíufélögunum, sendir reikninga með eindaga síðasta dag hvers mánaðar inn í heimabankann. Oftar en ekki nælir fyrirtækið sér í dráttarvexti og annan kostnað frá okkur, m.a. vegna þess að við fáum útborguð laun fyrsta dag hvers mánaðar og gleymum því gjarnan að skrá okkur sérstaklega inn í heimabankann þann 30. eða eftir avikum 31. hvers mánaðar til að gera upp viðskiptin við þetta eina fyrirtæki, sem virðist eitt af fáum sem gerir út á dráttarvaxta tekjur frá viðskiptavinum sínum.
Tryggingafélag eitt, sem við hirðum ekki um að nefna, sendir reikninga í heimabanka okkar án þess að tilgreina í skýringartexta með innheimtu, hvað verið er að greiða fyrir. – Innheimtumaður ríkissjóðs stendur sig mun betur að þessu leyti, þar er bílnúmer tilgreint, sé t.d. verið að greiða bifreiðagjöld.
Spurning hvort ekki sé tímabært að taka upp gamla góða pappírs- og gíróseðlakerfið að nýju, þar sem tíundað var fyrir hvað fyrirtækin vildu fá greitt.
Tengdar greinar
Rafbílar er framtíðin
Það er óskiljanlegt að ekki skuli hafin stórfelld rafbílavæðing hérlendis. – Hér fæst ódýrt rafmagn og fyrirséð er að milljarðar
Magnaðir framsóknarmenn – Myndbönd frá Nútímanum
Fyrra myndbandið er söngvaseiður með Sveinbjörgu Birnu, þar sem hún fer á kostum í Kastljósi. Seinna myndbandið er með Gunnari