Slöngur og pöddur í stórmörkuðum

Ekki alls fyrir löngu keyptum við hjónin öskju af vel útlítandi ferskjum í stórmarkaði hér fyrir austan. Þegar askjan var opnuð og fyrsti ávöxturinn klofinn í tvennt, kom í ljós að stór padda hafði hreiðrað um sig í kjarnanum. Sama var að segja um næsta ávöxt sem var athugaður. – Þegar þarna var komið sögu, var lystin horfin, öskjunni hent í plastpoka og bundið fyrir.
Þetta rifjast upp þegar fréttir dagsins greina frá svokölluðum “Krónuormi”, en ormur þessi á að hafa elt stúlkubarn um samnefndan stórmarkað við litla ánægju móðurinnar sem gerði innkaup sín upp í snatri og forðaði sér af staðnum með barnið.
Á myndbandi sem fylgdi fréttinni mátti sjá tæplega meters langan snák hlykkjast um gólf markaðarins við lítin fögnuð viðstaddar. Heyra mátti starfsmann banna myndatökur af fyrirbærinu og forsvarsmaður stórmarkaðarins sagði orminn einungis 20 sentimetra langan og sennilega fallið úr vasa einhvers viðskiptavina verslunarinnar.
Í báðum tilvikum var gert lítið úr atvikum. í fyrra tilvikinu afsakaði verslunarstjórinn pöddurnar sem eitthvað sem fylgdi ferskum ávöxtum á mörkuðum. – Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók í svipaðan streng.
Spurning er hvort flytja megi inn allskyns skorkvikindi og snáka ef ferskir ávextir fylgja með í pakkanum?
Myndir: Efri mynd, Klaufhali í ferskju. – Neðri mynd, Kornsnákur.
Tengdar greinar
Þorsteinn Sæmundsson um verðtryggingu lána, ungt fólk og afstöðu verkalýðshreyfingarinnar
….”Þeir vindar sem blása um verkalýðshreyfinguna núna, ferskir, verða vonandi til þess að verkalýðshreyfingin og forustumenn hennar leggist á árar
Halldóra Mogensen um borgaralaun
Flutningsmenn: Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Forseti. Undirstaða hugmyndafræðinnar
Okur í vöruflutningum – Kannaðu verð og leitaðu tilboða
Nú þegar verslun er hægt og bítandi að færast úr landi vegna óhagstæðs verðlags í íslenskum verslunum, getur borgað sig