Slöngur og pöddur í stórmörkuðum

Ekki alls fyrir löngu keyptum við hjónin öskju af vel útlítandi ferskjum í stórmarkaði hér fyrir austan. Þegar askjan var opnuð og fyrsti ávöxturinn klofinn í tvennt, kom í ljós að stór padda hafði hreiðrað um sig í kjarnanum. Sama var að segja um næsta ávöxt sem var athugaður. – Þegar þarna var komið sögu, var lystin horfin, öskjunni hent í plastpoka og bundið fyrir.
Þetta rifjast upp þegar fréttir dagsins greina frá svokölluðum “Krónuormi”, en ormur þessi á að hafa elt stúlkubarn um samnefndan stórmarkað við litla ánægju móðurinnar sem gerði innkaup sín upp í snatri og forðaði sér af staðnum með barnið.
Á myndbandi sem fylgdi fréttinni mátti sjá tæplega meters langan snák hlykkjast um gólf markaðarins við lítin fögnuð viðstaddar. Heyra mátti starfsmann banna myndatökur af fyrirbærinu og forsvarsmaður stórmarkaðarins sagði orminn einungis 20 sentimetra langan og sennilega fallið úr vasa einhvers viðskiptavina verslunarinnar.
Í báðum tilvikum var gert lítið úr atvikum. í fyrra tilvikinu afsakaði verslunarstjórinn pöddurnar sem eitthvað sem fylgdi ferskum ávöxtum á mörkuðum. – Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók í svipaðan streng.
Spurning er hvort flytja megi inn allskyns skorkvikindi og snáka ef ferskir ávextir fylgja með í pakkanum?
Myndir: Efri mynd, Klaufhali í ferskju. – Neðri mynd, Kornsnákur.
Tengdar greinar
Aðstaða við smábátahafnir
Nú þegar fyrirhugað er að snyrta umhverfi smábátahafna mætti skoða að steypa eða grafa niður festingar sem festa má báta
Er sjón- og hávaðamengun af vindmyllum?
Við greindum frá því fyrir stuttu að Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar, hefði hafnað erindi einstaklings á Stöðvarfirði, þess efnis
Þegar Torfi töffari fékk klippingu – Myndasaga
Hann Torfi er bara ósköp venjulegur torfustrákur úr sveit. Hann hefur verið að safna bítlahári að undanförnu og það hefur