Sparisjóður í góðum málum

Meðfylgjandi auglýsingu rákumst við á í nýjustu útgáfu Dagskráarinnar á Austurlandi. Þar segir í fyrirsögn: “Loka, loka lagerútsala” hjá Sparisjóðnum í Neskaupstað. Allt að 80% afsláttur af fatnaði og skóm. – Spurning hvort sparisjóðurinn, sem er væntanlega stútfullur af peningum, svo útúr flóir, komi til með að feta nýjar slóðir í markaðssetningu á fjármunum? – Þannig gætum við átt von á erlendum gjaldeyri á 30% afslætti og vaxtalausu láni til bílakaupa. Þá væri ekki ónýtt ef sparisjóðurinn byði yfirdráttarlán með 10% afföllum ef við fjárfestum í tvennum pörum af skóm og þrem skyrtum í afsláttar pakkatilboði. 🙂
Tengdar greinar
Dýrt að hringja í 1818
Þurfti að hringja þrisvar sinnum í 1818 úr farsíma. Það mun ekki gerast aftur, nema í neyð. – Verð fyrir
Gulrætur eru góðar og stundum skemmtilegar
Við vorum að éta síðust gulrótina upp úr garðinum okkar í síðustu viku. Þegar við erum að sporðrenna þeirri síðustu,
Fáskrúðsfjörður – Vefsíða og góðar ljósmyndir
Á vefnum Faskrudsfjordur.123.is má skoða frábærar ljósmyndir þeirra Jóhönnu Kristínar Hauksdóttur og Jónínu Guðrúnar Óskarsdóttur. – Þá eru þær báðar