Stefnir í bjarta tíma hjá eldri borgurum

Stefnir í bjarta tíma hjá eldri borgurum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að fjárfesta í frímerki á sendibréf til allra sveitarfélaga landsins. Innihald bréfs þessa er hvatning ráðherrans til sveitarfélaganna að sækja um þar til gerðan styrk upp á sextán hundruð krónur á hvern eldri borgara, 67 ára og eldri, svo efla megi starfsemi og þjónustu við þennan aldurshóp. – „Það er staðreynd að viðkvæmir hópar verða fyrir hvað mestum áhrifum af Covid-19 faraldrinum og margir hafa upplifað mikla félagslega einangrun í faraldrinum. Það er mikilvægt að sporna gegn því með því að bjóða upp á frístundaiðkun, geðrækt og hreyfingu meðal annars og ég hvet sveitarfélögin til að efla félagsstarf fullorðinna enn frekar í sumar,“ er haft eftir Ásmundi Einari á vef stjórnarráðsins. Sjá frétt RÚV.is https://www.ruv.is/frett/2020/05/25/75-milljonir-i-ad-efla-felagsstarf-eldri-borgara


Tengdar greinar

Malbikun við höfnina á Fáskrúðsfirði

Framkvæmdum við smábátahöfnina fleygir fram. Fjöldi manns að störfum. Myndir teknar á tveim dögum sýna að senn verður snyrtilegt hafnarsvæði

Tilboð Kjörbúðarinnar

Kjörbúðin hyggst hætta útgáfu prentaðs tilboðsbæklings og býður viðskiptavinum sínum hér eftir að skrá sig á póstlista á vefsvæðinu kjörbúðin.is,

Kvörtun frá íbúum við Álfabrekku Fáskrúðsfirði

Í undirskriftarlista sem tekinn var fyrir í bæjarráði þann 24 aprí sl., er kvartað undan afskiptaleysi bæjarfélagsins varðandi snjómokstur í

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.