Stjórnmálamenn á skólabekk

Stjórnmálamenn á skólabekk

Mér er eiginlega slétt sama hver eða hverjir stjórna landinu, ef það er gert af sanngirni og drengskap. Stjórnmálamenn séu meðvitaðir um ábyrgð og hygli ekki einstökum sérhagsmunahópum fram yfir aðra. Þeir átti sig á orsök og afleiðingum gerða sinna og vinni samkvæmt bestu vitund hverju sinni. – Margar pólitískar ákvarðanir eru teknar á alþingi sem vart fæst séð að þjóni þegnunum, jafnvel skaði þá félags- og fjárhagslega. – Hvað veldur? Er það heimska, sljóleiki eða illgirni sem ræður för? Eru alþingismenn flokksþrælar undir stjórn óbilgjarns foringja sem hyglar eigin málstað og geðþótta?

Eftir að hafa fylgst með þrefi og þjarki á alþingi í vetur má álykta að margir þingmenn séu vankunnandi og ráðvilltir og viti vart hvað ætlast sé til af þeim. Þeir séu sumir hverjir lítt meðvitaðir um að þeir eru í vinnu hjá þjóðinni og eigi að halda utanum hagsmuni hennar og meðborgara sinna. Þeirra sé að tryggja að þegnarnir haldi reisn sinni.

Flest starfssvið krefjast lágmarks faglegrar menntunar og ábyrgðar í starfi. Skrifstofumaður þarf að hafa bókhaldskunnáttu og kunna skil á debet og kredit. Lögreglu- og slökkviliðsmenn fara í stranga skólagöngu áður en þeim er treyst til starfa, og svo mætti lengi telja. Ökumenn mega ekki aka drukknir og þeir þurfa lágmarks réttindi svo þeir megi setjast undir stýri.

Stjórmálamenn geta starfað sem alþingismenn, ráðherrar og sett okkur hinum lög og reglur til að fara eftir án þess að hafa lágmarks menntun.

Því væri ekki úr vegi að skikka stjórnmálamenn til að sækja fagskóla áður en þeir setjast inn á okkar háa Alþingi. – Fyrsti bekkur gæti hæglega verið að sumri til að afloknum kosningum. Kúrs þessi væri fyrsta skref, svona Gagn og gaman í því að upplýsa nýbakaða stjórnmálmenn um alvöru og ábyrgð starfsins á komandi haustþingi.

Þeir taki próf og kunni skil á afleiðingum verðbólguþenslu í hagkerfinu og hvaða áhrif verðtrygging hefur á skuldbindingar landsmanna. – Þeir kunni jafnframt reiðbrennandi skil á orsakasamhengi stjórnvaldsákvarðanna, svo sem, sé tiltekinn skattastofn hækkaður, sé þeim ljóst að fjárhagslegar skuldbindingar þegnanna raskast.

Þá sé þeim ljóst að verði lögbundnum og umsömdum vísitöluhækkunum til öryrkja og aldraðra haldið eftir í hagræðingarskyni, sé það ávísun á að þetta sama fólk þurfi að mæta í biðröð hjá hjálparstofnunum og þiggja matargjafir, eða segja sig á sveitarfélagið.

Það er með öllu óviðunandi að ein stétt manna geti yppt öxlum yfir vanhæfni sinni eftir fjögra ára kjörtímabil og kennt öðrum um að ekki fór betur í stjórnartíð þeirra.


Tengdar greinar

Oddný G Harðardóttir rekur lygar og hálfsannleik ofan í forsætis- og fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir skrifar: „Prófaði reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar. Fengi útborgaðar 204.352 kr. Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um

Mikið grín! – Leiðrétting á forsendubresti

Ágætur maður af landsbyggðinni sýndi mér afborgunarseðilinn sinn frá íbúðalánasjóði. Hann keypti ásamt eiginkonu, húsnæði um mitt ár 2007 og

Letilegur naumhyggjustíll í fundagerðum Fjarðabyggðar

Vefsvæði fjarðabyggðar er glæsilegt að uppbyggingu og hefur alla burði til að vera upplýsandi fyrir þá sem vilja fylgjast með

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.