Stór Reyðarfjarðarsvæðið í fjárhagsvanda

Í öðru lagi var stækkunin hugsuð og kynnt með þeim formerkjum að hið nýja sameinaða sveitarfélag yrði í stakk búið að taka að sér veigameiri verkefni frá ríkinu. – Um þetta var kosið fyrst og fremst.
Nú er Fjarðabyggð í kröggum og boðar sameiningu innviða stór Reyðafjarðasvæðisins í hagræðingarskyni. – Fyrsta skrefið skyldi vera að sameina bekkjadeildir milli fjarða. Selflytja átti börn frá Stöðvarfirði með starfsmannarútu Alcoa-Fjarðaáls, kvölds og morgna til og frá skóla á Fáskrúðsfirði. – Þá var í býgerð að sameina bekkjadeildir enn frekar með því að flytja börn frá Fáskrúðsfirði og Eskifirði inn á Reyðarfjörð. – Þegar þetta er skrifað hafa ráðamenn frestað þessum áformum vegna kröftugra mótmæla íbúa.
Margt gott hefur áunnist við sameingu. Smábátahafnirnar hafa verið snyrtar og endurbættar, almennings samgöngum hefur verið komið á að hluta með samstilltu átaki Alcoa-Fjarðaáls og bæjarfélagsins. Margt fleira mætti nefna sem betur hefur farið.Hins vegar eru margir íbúar Fjarðabyggðar ósáttir. Þjónusta hefur hörfað frá jaðarbyggðum inn á Reyðarfjörð. Bankaútibú, lyfjaverslanir, póstþjónusta og læknaþjónusta er nú í lágmarki í þessum byggðarlögum. Íbúar þurfa að ferðast um langan veg með ærnum tilkostnaði, til að sækja þjónustu. – Svo virðist sem ráðamenn hafi lítil sem engin ráð gegn þessari þróun og falla í þá gryfju að þróa sig í sömu átt, -sé fyrirhuguð sameining skóladeilda höfð í huga.
Nú er svo komið í jaðar byggðarlögum að þar er ekki hægt að kaupa sér skrúfu, nagla eða pensil, svo eitthvað sé nefnt umfram nauðþurftir.
Tengdar greinar
Er gamlingjaplága á Landsspítalanum?
Morgunblaðið greinir frá því í morgun að “biðlistar í aðgerðir á Landspítalanum lengjast nú ár frá ári, aðallega vegna þess
Er skítalykt af þér? – Ert þú húsum hæf/ur?
Ég var staddur í kaupfélaginu í dag, þegar ég varð vitni að því þegar fullorðin vanstillt kona, tók fyrir vit
Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?
Eftir að hafa hlustað á innblásnar 1. maí ræður verkalýðsleiðtoganna það sem af er degi og fyrirhugaðar aðgerðir þeirra ef