Streita og streituvarnir – fræðslufundur í Fáskrúðsfirði

Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikill skaðvaldur streita getur verið, ef hún er viðvarandi og langvarandi ástand. Fyrirlesturinn snýr að almennri fræðslu um streitu, ástæðu, orsök og afleiðingar hennar á líf okkar. Auk þess verður farið í að veita ráð til að verjast streitu, eða ná tökum á henni svo hún stjórni ekki lífi okkar.
Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Forvarna ehf ásamt Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, framkvæmdastjóra Forvarna ehf og vinnusálfræðingi, munu leiðbeina á fræðslufundinum. – Fræðslan, sem er í boði fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar verður mánudaginn 23. október kl. 20-22 í Grunnskólanum í Fáskrúðsfirði.
Tengdar greinar
Samningar um kaup og kjör
Samningsferli sem innifelur sjálfkrafa prósentuhækkanir á kaupum og kjörum upp allan launastigann, þarf að afnema. Slíkt launa- og samningskerfi skapar
Glæsileg stefnuskrá Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara
Eftir að hafa horft á Kastljósþátt gærkvöldsins, þar sem rætt var um hálfgildings hreppaflutninga á eldri borgurum innan vestfirskra byggðarlaga
Glæsileg kona við fallega styttu
Arndís stendur við höggmynd sem er fyrir framan Teatro Guimera leikhúsið í Santa Cruz, Tenerife. – Myndin er eftir Igor