Streita og streituvarnir – fræðslufundur í Fáskrúðsfirði

Fæstir gera sér grein fyrir hversu mikill skaðvaldur streita getur verið, ef hún er viðvarandi og langvarandi ástand. Fyrirlesturinn snýr að almennri fræðslu um streitu, ástæðu, orsök og afleiðingar hennar á líf okkar. Auk þess verður farið í að veita ráð til að verjast streitu, eða ná tökum á henni svo hún stjórni ekki lífi okkar.
Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Forvarna ehf ásamt Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, framkvæmdastjóra Forvarna ehf og vinnusálfræðingi, munu leiðbeina á fræðslufundinum. – Fræðslan, sem er í boði fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar verður mánudaginn 23. október kl. 20-22 í Grunnskólanum í Fáskrúðsfirði.
Tengdar greinar
Fría bókhaldskerfið Manager vinsælt
Spánverjar, danir, þjóðverjar, hollendingar og grikkir hafa þýtt Manager bókhaldskerfið að fullu. Þetta kerfi höfum við á aust.is verið að
Hestamenn á Fáskrúðsfirði þakklátir
Á síðasta sumri lagfærði bæjarfélagið vegaspotta við gatnamót að þjóðvegi, en vegurinn var orðinn mjög viðhaldsþurfi. Það ber að þakka.
Sólin er mætt í Fáskrúðsfjörðinn
Það var víst í gær 28. janúar sem við hefðum átt að sjá sólina hér niður í þorpi, en vegna