Sumarið er komið, -eða hvað?


Fjórtán stiga hiti hér á austfjörðum í dag, fuglarnir sungu og flögruðu um í vorblíðunni. Kríugarg mátti heyra hér úti á leirunni, hún er snemma á ferðinni þetta sumar. Græn slikja er komin á tún í þorpinu.
Veðrið á morgun verður svipað og í dag en eitthvað kaldara, en svo skipast veður í lofti, um næstu helgi er gert ráð fyrir allt að 9 stiga frosti.

Það er nú þannig með islenska veðrið eins og hverja nýja ríkisstjórnirnar sem er sett á laggirnar í þessu blessaða landi. – Maður heldur að loksins komi betri tíð með blóm í haga. En, nei, Það frestast um sinn. Gleðilegt sumar. 🙂
Tengdar greinar
Rúsínurnar níu mánuði fram yfir “Best fyrir” dagsetningu
Kannski eru rúsínur í góðu lagi þótt þær fari eitthvað fram yfir “Best fyrir” dagsetningu í matvöruverslun, en það verður
Ráðleggingar til hestamanna um áramót
Dýrahald og flugeldar Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim.
Fiðurfé í Fjarðabyggð
Loksins hefur bæjarstjóri Fjarðabyggðar Páll Björgvin Guðmundsson, þann 6. janúar síðast liðinn gefið út og samþykkt regluverk um fiðurfénað í