Tæknidagur fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands

Tæknidagurinn er í dag, laugardaginn 8. nóvember. “Þetta er í annað sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja dag sem vekur athygli á fjölbreyttum, heillandi og áhugaverðum viðfangsefnum í iðnaði, tækni og raunvísindum í fjórðungnum.
Tæknidagurinn í fyrravor tókst með eindæmum vel en um fimm hundruð manns heimsóttu skólann og óhætt að segja að mörgum hafi komið á óvart hversu spennandi starfstækifæri eru í boði fyrir ungt fólk sem ákveður að leggja fyrir sig iðn,-tækni og/eða vísindanám. Eitt meginmarkmiðið með Tæknidegi fjölskyldunnar er einmitt að vekja athygli á mikilvægi slíkrar menntunar fyrir samfélagið okkar.
Tæknidagur fjölskyldunnar 2014 verður með svipuðu sniði og í fyrra. Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi sýnir allskyns tæknilausnir, gestir fá að kynnast stjörnum himingeimsins og forritunarsmiðju, þeir fá að fylgjast með krufningu á ref, vísindatilraunum leikskólakrakka svo ekki sé minnst á Vísinda-Villa sem fer á kostum eins og hans er von og vísa. Þá fá gestir að sjá hvernig gítarar eru smíðaðir, hvernig varmadælur og vélarrúmshermar virka og margt, margt fleira.
Tæknidagurinn í ár markar tímamót í menntunar- og nýsköpunarsögu fjórðungsins því „Fab Lab Austurland“ verður formlega opnað á þessum degi. Fab Lab (e. Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til alla skapaða hluti. Hún gefur fólki tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.”
Allir að drífa sig og skoða hvað er að gerast í verknámskennslu á Austurlandi.
Tengdar greinar
Áróðursmynband atvinnurekenda sent til föðuhúsanna
Útúrsnúningur á auglýsingamyndbandi atvinnurekenda í boði Verkalýðsfélags Akraness er frábært framlag þess félags í komandi kjarabaráttu. Það er ekki spurning,
Inga Sæland um laun fátækra og fyrirhuguð vegagjöld
Myndband Inga Sæland (Flf): Virðulegi forseti. Ég er enn að reyna að kyngja gallbragðinu sem ég hef fundið eftir að
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.