Tal – farsími til ama

Farsíminn minn hringdi hér um daginn, erlent númer. Þegar ég svaraði, var enginn á línunni. Eftir þetta hef ég fengið ótal upphringingar á öllum tímum sólarhrings. Enginn á línunni þegar svarað er.
Þegar þetta er skrifað, hef ég tekið kortið úr símanum, sent beiðni um aðstoð á símafyrirtækið Tal. – Vonandi leysa þau málið eftir helgi eða þegar þeim hentar. – Ömurlegt að geta ekki notað símann dögum saman vegna þessa.
———————————————————————————————————————
30. 06. Viðbót. Í síðbúnu svari frá Tal segir m.a.: ” Þessi símtöl hafa verið nokkuð algeng að undanförnu. Besta leiðin til að forðast þessar hringingar er að sleppa því að svara og alls ekki hringja til baka. – Þessi símtöl eru ansi hvimleið, en því miður lítið sem hægt er að gera til þess að loka á þau.” – Þá vitum við það.
Nú er það þannig að við erum með farsíma til að svara í þá. Nú segir símafyrirtækið að við eigum að hætta að svara símahringingum? – Spurning hvað maður er að burðast með farsíma ef ekki skal ansa honum þegar hann hringir?
Er hugsanlegt að öryggis- og síubúnaði símafyrirtækja sé ábótavant, hann ráði ekki við að útiloka óvandaða aðila sem hugsanlega eru að nýta sér inneignir á kortum viðskiptavina símafyrirtækjanna?
Tengdar greinar
Göngu- og reiðleiðir um Kirkjubólsland í Fáskrúðsfirði
Á síðast liðnu ári hugkvæmdist forráðamönnum bæjarfélagsins að lagfæra og jafna göngustíga í Kirkjubólslandi með því að keyra eitthvert undratæki
Fjarðabyggð – Sex milljónir í vefsíðuviðbót
Á fundi Hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl. varð umfjöllun um endurnýjun á vef Fjarðabyggðarhafna og vefsmíði ferðaþjónustuvefs. Fyrir fundinum lá
Nokkrir góðir fiskabrandarar á hrekkjavöku
Sjá myndband hér fyrir neðan