Þegar Torfi töffari fékk klippingu – Myndasaga

Hann Torfi er bara ósköp venjulegur torfustrákur úr sveit. Hann hefur verið að safna bítlahári að undanförnu og það hefur gengið framar hans bestu vonum.

Torfa þykir skemmtilegast að vera á réttri hillu í lífinu, þar líður honum best. Af draumum hans er það helst að segja að svona fyrst um sinn langa hann að safna miklu hári og komast í hljómsveit, og seinna meir vildi hann gjarnan komast í ríkisstjórnina hjá honum Sigmundi Davíð og verða alvöru ráðherra. 🙂

Hér um daginn ákváðum við að taka strákinn með okkur í hesthúsið og sýna honum þá Austra, Brúnó og Jesper, en svo nefnast hestarnir okkar. Austri brosti langleiðina út að eyrum. Hann tók fyrstur eftir að Torfi töffari var mættur á svæðið.

Þeir voru þó ekki á eitt sáttir með hvort Torfi þyrfti að fá klippingu. – Brúnó, sem er elstur, sagði litla framtíð í bítlahári nú til dags. – Nú sé það ráðherraklipping sem fleyti persónum og leikendum eftir framabrautinni.
Svo var það hann Jesper, sagðist vanur hárskeri, sem tók af skarið og skellti vænni klippingu á hann Torfa okkar.
Tengdar greinar
Plastmengun í höfunum
Plast eyðist ekki í höfunum. Það leysist upp í smærri agnir sem oftar en ekki enda í fiskinum sem við
Einnota eldavélar frá Zanussi
Að gefnu tilefni skorum við á þá sem hyggjast kaupa heimilistæki að kanna hjá söluaðila hvort boðið sé upp á
Ofurskattar á bifreiðaeigendur
Aðgerðaráætlun um fáránlega ofur skattheimtu á bifreiðaeigendur er að fara af stað um þessar mundir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir