Þriðji orkupakkinn – Hvað er það?

Örstutt og einfaldað: Þriðji orkupakkinn er það ferli að afsala okkur óskorðuðum yfirráðum yfir raforku og dreifingu og opna fyrir lagningu sæstrengs á milli landa og færa verðlagákvarðanir á raforku og flutningi hennar, frá okkur sjálfum.
Með þriðja orkupakkanum gengjumst við undir sam-evrópska-verðlagningu á raforku, sem á mannamáli þýðir að raforkuverð til íslenskra neytenda mundi hækka, og það verulega.
Ætla má að Landsvirkjum og ríkissjóður myndu hagnast verulega á kostnað almennings og stórnotenda, svo sem grænmetisbænda, ef að lagningu sæstrengs yrði. Raforka er dýr víða í Evrópu, þar sem hún er oftar en ekki framleidd með vindmillum, sólarrafhlöðum, kjarnorku og eða kolum. Íslenska raforkan yrði hækkuð til jafns við þá erlendu, þar sem ekki má mismuna í orkuverði eða hygla einum á kostnað annars.
Minna má á þegar flutningur á raforku var aðgreindur frá raforkusölunni sjálfri og við fengum tvo reikninga í stað eins reiknings áður. Þetta var sagt nauðsynlegt vegna EES tilskipana. Í dag sjá neytendur að raforkuhækkun var lætt inn með ferlinu, óveruleg hækkun í fyrstu, en í dag finnur fólk verulega fyrir þeim hækkunum sem felast í því að fá tvo reikninga í stað eins áður.
Vonandi verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stóra ákvörðum sem innleiðingu Þriðja orkupakkans.
Tengdar greinar
Mótorhjólatöffarar á Suðurlandi…..
….héldu sína árlegu sýningu sumarið 2010 – Þetta rifjast upp, nú í skammdeginu, þegar rok og rigning er upp á
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.
Excel fræðingar á villigötum
Þegar upptaka evru er nefnd, fara Excel fræðingarnir á fullt við að reikna út að krónan sé ágætur gjaldmiðill. Það