Þriðji orkupakkinn – Hvað er það?

Þriðji orkupakkinn – Hvað er það?

Koladrifið raforkuver

Eins og nafnið gefur til kynna, lítur út sem þetta sé þriðji pakkin sem kominn sé tími á að samþykkja, þar sem búið sé að samþykkja hina tvo pakkana.

Örstutt og einfaldað: Þriðji orkupakkinn er það ferli að afsala okkur óskorðuðum yfirráðum yfir raforku og dreifingu og opna fyrir lagningu sæstrengs á milli landa og færa verðlagákvarðanir á raforku og flutningi hennar, frá okkur sjálfum.

Með þriðja orkupakkanum gengjumst við undir sam-evrópska-verðlagningu á raforku, sem á mannamáli þýðir að raforkuverð til íslenskra neytenda mundi hækka, og það verulega.

Ætla má að Landsvirkjum og ríkissjóður myndu hagnast verulega á kostnað almennings og stórnotenda, svo sem grænmetisbænda, ef að lagningu sæstrengs yrði. Raforka er dýr víða í Evrópu, þar sem hún er oftar en ekki framleidd með vindmillum, sólarrafhlöðum, kjarnorku og eða kolum. Íslenska raforkan yrði hækkuð til jafns við þá erlendu, þar sem ekki má mismuna í orkuverði eða hygla einum á kostnað annars.

Minna má á þegar flutningur á raforku var aðgreindur frá raforkusölunni sjálfri og við fengum tvo reikninga í stað eins reiknings áður. Þetta var sagt nauðsynlegt vegna EES tilskipana. Í dag sjá neytendur að raforkuhækkun var lætt inn með ferlinu, óveruleg hækkun í fyrstu, en í dag finnur fólk verulega fyrir þeim hækkunum sem felast í því að fá tvo reikninga í stað eins áður.

Vonandi verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stóra ákvörðum sem innleiðingu Þriðja orkupakkans.


Tengdar greinar

Er kóngulóin byrjuð að hertaka húsið og pallinn þinn?

…segir í fyrirsögn auglýsingar sem birtist í Dagskránni á Austurlandi. Boðið er upp á eitrun fyrir roðamaur og öðrum skordýrum.

Hundur á reynslugeldingu

“Hundur varð uppvís að því að bíta mann í fjórða skiptið á 3 árum, þar af í nóv .2012, apríl

Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 er illa ígrundað

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís er í fróðlegu viðtali við fréttablaðið Sám fóstra og segir hann meðal annars að bann

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.