Tilboð Kjörbúðarinnar


Kjörbúðin hyggst hætta útgáfu prentaðs tilboðsbæklings og býður viðskiptavinum sínum hér eftir að skrá sig á póstlista á vefsvæðinu kjörbúðin.is, og fá eftir það nýjustu vörutilboð send í hverri viku. – Kjörbúðin er eitt af þessum fyrirtækjum sem gjarnan veitir viðskiptavinum sínum veglega afslætti. 25-50 prósent á einstökum vörutegundum.
Síðasti tilboðsbæklingur Kjörbúðarinnar sem gilti fyrir helgina 30. apríl til 3. maí, innihélt hreint ótrúleg tilboð. Þar var m.a. boðið upp á rauð vínber með 50% afslætti, þar sem kílóverðið er sagt 1.276 krónur, en er nú á 638 krónur og 500 grömmin á 319 krónur.

Þá vekur athygli að Merrild kaffi 500 grömm sem venjulega kostar 999 krónur í Kjörbúðinni, er á kostaboði þessa helgi með 21% afslætti og kostar þá pakkinn 789 krónur.
Eftir Bónusferð til Egilsstaða þessa sömu helgi, þá get ég fullyrt að ofangreind tilboð Kjörbúðarinnar voru ekki mikið hærri en almennu verðin hjá Bónus.
Tengdar greinar
Fákeppni og okur í vöruflutningum á landsbyggðinni
Svo virðist sem tvennir verðlistar séu í gangi fyrir viðskiptavini Landflutninga. Annars vegar eru vildar-verð, sem útvaldir viðskiptamenn njóta og
Gróðurmön í hesthúsahverfinu Fáskrúðsfirði
Á góðviðrisdögum er gjarnan kalsa gustur frá hafi í hesthúsahverfinu í Fáskrúðsfirði, svokölluð innlögn nær sér venjulega á strik þegar
Rúsínurnar níu mánuði fram yfir “Best fyrir” dagsetningu
Kannski eru rúsínur í góðu lagi þótt þær fari eitthvað fram yfir “Best fyrir” dagsetningu í matvöruverslun, en það verður