Neftóbakshækkun =Vísitöluhækkun

Verð á íslensku neftóbaki hefur hækkað um 460% á sl. tíu árum. Það hækkaði um 70% í fyrra og svo 60% nú um áramótin. Nýjasta hækkun er sögð skila ríkissjóði hálfum milljarði í tekjur og hafa bein áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunnar um 0,053 prósent. Algengt verð á neftóbaksdós eftir hækkun er ríflega 3 þúsund krónur.
Á Pírataspjallinu er umræða um þessa óhóflegu hækkun og flestir eru sammála um að hún sé allt of mikil og hafi bein áhrif á vísitölu til hækkunar verðtryggðra húsnæðislána og ýti undir verðbólgu. Skítt er að ríkið skuli fara fram með slíku fordæmi. Myndin hér fyrir neðan skýrir sig sjálf, dæmið svo sem ekkert hávísindalegt, en magnað ef fimm neftóbaksdósir eða svo, geti sett dæmið í plús. 🙂
Tengdar greinar
Róið á rétt mið – Allt þarf að borga sig
Á sama tíma og hvatt er til hógværðar í komandi kjarasamningum, eru aðrir að auka álögur á vöru og þjónustu,
Upprunamerkingar matvæla
Um daginn keyptum við nautahakk. Við skoðun á pakkningu, rétt fyrir matreiðslu kom í ljós að hakkið var ættað frá
Morgunroði
Fallegur morgunroði krýndi fjallgarðinn, hér handan fjarðar, í morgunsárið. 🙂