Upptökur á Fortitude að hefjast í Reyðarfirði

Tökur á bresk-bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude, eru að hefjast í Reyðarfirði á næstunni. Verkefnið er sagt stórt í sniðum og áætlað er að tökum ljúki ekki fyrr en um mitt sumar. – Fortitude fjallar um fagran byggðarkjarna í íshafinu þar sem ofbeldisglæpir þekkjast ekki. Morð er framið og skapar það mikinn óhug og tortryggni meðal íbúa þessa friðsæla staðar. – Leikarar í Fortitude verða m.a. Michael Gambon, Sofie Grabol og Stanley Tucci. – Heimildir: klapptre.is/icelandcinemanow.com
Mynd: Reyðarfjörður
Tengdar greinar
Samkvæmisleikir fyrir pólitíkusa og annað áhugafólk um leikaraskap
Störu- pissu og ullukeppnir eru að verða algengar í pólitík og teljast þær góð afþreying þegar málefnum hefur verið frestað
Hestamennska í firðinum fagra
Hesthúsabyggðin í Fagrafirði skartar sínu fegursta þennan morgun. Sólin skín og spóinn vellur í móa. Hrossin, sem eru stolt eigenda
Sólin sést ekki….
….og 10 dagar liðnir frá því að hún hefði átt að skína niður í Fáskrúðsfjörð. Smá glæta í dag, en