Upptökur á Fortitude að hefjast í Reyðarfirði

Tökur á bresk-bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude, eru að hefjast í Reyðarfirði á næstunni. Verkefnið er sagt stórt í sniðum og áætlað er að tökum ljúki ekki fyrr en um mitt sumar. – Fortitude fjallar um fagran byggðarkjarna í íshafinu þar sem ofbeldisglæpir þekkjast ekki. Morð er framið og skapar það mikinn óhug og tortryggni meðal íbúa þessa friðsæla staðar. – Leikarar í Fortitude verða m.a. Michael Gambon, Sofie Grabol og Stanley Tucci. – Heimildir: klapptre.is/icelandcinemanow.com
Mynd: Reyðarfjörður
Tengdar greinar
Fótanuddtækjasyndrómið
Þetta syndróm eða heilkenni, er kennt við innkaupaæði sem fangaði þjóðina fyrir nokkrum áratugum. Tækið, sem endaði í flestum tilvikum
Fjárlagafrumvarpið – Aldraðir og öryrkjar mega éta það sem úti frýs
Stjórnarandstaðan barðist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra í umræðu um fjárlagafrumvarpið, án árangurs. Fróðlegt var að fylgjast með
Vor í Firðinum fagra
Það var auðséð á hestunum okkar að vorið var komið í fjörðinn. Þeir réðu sér vart vegna kæti þegar við