Tvær þjóðir – Eitthvað þarf að breytast til batnaðar

Enn einn Excel snillingurinn úr ranni frjálshyggjunnar, Daði Már Kristófersson, umhverfis og auðlindahagfræðingur að mennt, kvaddi sér hljóðs á Degi umhverfisins í gær. Hann sagði að hækka þyrfti matarverð, þannig að neytendur hugsi sig tvisvar um áður en þeir hendi matnum í ruslið.
Hvaða endemis bull er hér á ferðinni? – Var maðurinn ráðinn til að undirbúa yfirvofandi virðisaukaskatts hækkun á matvælum? – Veit hann ekki að svo er statt fyrir mörgu fólki að það leitar matar í ruslagámum til að seðja sig og börn sín? – Veit hann ekki að aldraðir og öryrkjar eiga ekki málungi matar, eftir að skattar og skyldur hafa verið dregin frá launum þeirra?
Það er greinilegt að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Önnur sýpur dauðan úr skel. Hin, heldur að sú sem er að drepast úr sulti, þoli meiri álögur.
Tengdar greinar
Dýr knastásskynjari hjá Bílabúð Benna
Oft er betra að kanna verðin þegar keyptir eru varahlutir. Knastásskynjari, smástykki 5cm að lengd kostar 14.037 ísl. krónur hjá
Dýrt að hringja í 1818
Þurfti að hringja þrisvar sinnum í 1818 úr farsíma. Það mun ekki gerast aftur, nema í neyð. – Verð fyrir
Ofurskattar á bifreiðaeigendur
Aðgerðaráætlun um fáránlega ofur skattheimtu á bifreiðaeigendur er að fara af stað um þessar mundir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir