Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?

Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?
Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Sameiginlegt átak. – Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eru öll dýrin í skóginum vinir. Áherslumun mátti þó greina í aðdraganda kosninga þegar Fjarðalistinn vildi bókun um eitt og sama gjald í Strætó, hvort sem ferðast væri frá Stöðvarfirði til Norðfjarðar, eða innanbæjar á Reyðarfirði. – Þetta hafði Fjarðalistinn reifað fyrr á kjörtímabilinu, en málefnið fékk ekki hljómgrunn meðal hinna flokkanna í bæjarstjórn. Við sameiningu Sveitarfélaganna hér á svæðinu hefur flest öll verslun og þjónusta hörfað inn að miðkjarna, sem er Reyðarfjörður. – Eitt gjaldsvæði, í einu og sama bæjarfélaginu, Fjarðabyggð, er sanngirnismál í ljósi þess að sameiningin hefur gjörbreytt öllu umhverfi, hvað varðar þjónustu og verslun.

Að versla í bakaríinu, heimsækja bankann, apótekið, bæjarskrifstofuna og/eða koma við í byggingavöruverslun

Allt er þetta einungis á Reyðarfirði eftir sameiningu. Íbúar finna fyrir auknum útgjöldum í ferðakostnaði, hvort sem ferðast er með einkabíl eða strætisvagni. – Dæmi um valkost fyrir bíllausan fáskrúðsfirðing er Strætó klukkan 15:00 við Skrúð, Fáskrúðsfirði. Hann er klukkan 15:22 við Molann, Reyðarfirði. – Hann hefur tæpan klukkutíma til að erinda, þar sem næsta ferð suður á firði er 16:19 frá Molanum. – Einum og hálfum tíma eftir að ferðin hófst, er sá bíllausi kominn aftur á Fáskrúðsfjörð með Strætó.

Ég er sammála Lúðvík Geirssyni Fjarðalista, um að koma á einhvers konar “öldungaráði” með tillögurétti, í hverjum bæjarkjarna. Jaðar byggðarlögin þarfnast nærvöktunar, annars verða þau útundan, gleymast og drabbast niður.

Ég er sáttur við að Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð ætlar að lækka fasteignagjöld eldri borgara um 20 prósent. Vestmannaeyingar gera þó betur við sína gamlingja og afnema með öllu fasteignagjöld á þann hóp.

Framsóknarflokkurinn segir m.a.: “Fjöregg Fjarðabyggðar eru hafnirnar og starfsemi þeirra. Byggja þarf áfram upp aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi í sveitarfélaginu og þarf sérstaklega að gæta að jaðarbyggðum sveitarfélagsins í slíkri uppbyggingu.”

Hér að ofan er auðvitað fátt eitt upptalið sem er á stefnuskrá flokkanna. Stefnumálin má kynna sér á heimasíðum þeirra, sjá hér fyrir neðan:

Fjarðalistinn
Framsóknarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn


Tengdar greinar

Vistabönd – Þrælahald

Galeiðunni er róið af þegnum sem eru þiggjendur og nefnast launþegar, lánþegar, barnabótaþegar, örorkuþegar og ellilífeyrisþegar. Ólán þessa fólks er

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórna Fjarðabyggð næstu fjögur árin

“Jón Björn Há­kon­ar­son odd­viti fram­sókn­ar­manna verður for­seti bæj­ar­stjórn­ar og Jens Garðar Helga­son odd­viti sjálf­stæðismanna verður formaður bæj­ar­ráðs út kjör­tíma­bilið. Þá

Sameining Breiðdalsvíkur og Fjarðabyggðar í kortunum

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 23. október sl. Kom fram erindi frá Breiðdalshrepp um sameiningu við Fjarðabyggð.

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.