Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?

Um hvað er kosið í Fjarðabyggð?
Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Sameiginlegt átak. – Tvo bíla þurfti til að koma bátnum upp á kambinn.

Í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eru öll dýrin í skóginum vinir. Áherslumun mátti þó greina í aðdraganda kosninga þegar Fjarðalistinn vildi bókun um eitt og sama gjald í Strætó, hvort sem ferðast væri frá Stöðvarfirði til Norðfjarðar, eða innanbæjar á Reyðarfirði. – Þetta hafði Fjarðalistinn reifað fyrr á kjörtímabilinu, en málefnið fékk ekki hljómgrunn meðal hinna flokkanna í bæjarstjórn. Við sameiningu Sveitarfélaganna hér á svæðinu hefur flest öll verslun og þjónusta hörfað inn að miðkjarna, sem er Reyðarfjörður. – Eitt gjaldsvæði, í einu og sama bæjarfélaginu, Fjarðabyggð, er sanngirnismál í ljósi þess að sameiningin hefur gjörbreytt öllu umhverfi, hvað varðar þjónustu og verslun.

Að versla í bakaríinu, heimsækja bankann, apótekið, bæjarskrifstofuna og/eða koma við í byggingavöruverslun

Allt er þetta einungis á Reyðarfirði eftir sameiningu. Íbúar finna fyrir auknum útgjöldum í ferðakostnaði, hvort sem ferðast er með einkabíl eða strætisvagni. – Dæmi um valkost fyrir bíllausan fáskrúðsfirðing er Strætó klukkan 15:00 við Skrúð, Fáskrúðsfirði. Hann er klukkan 15:22 við Molann, Reyðarfirði. – Hann hefur tæpan klukkutíma til að erinda, þar sem næsta ferð suður á firði er 16:19 frá Molanum. – Einum og hálfum tíma eftir að ferðin hófst, er sá bíllausi kominn aftur á Fáskrúðsfjörð með Strætó.

Ég er sammála Lúðvík Geirssyni Fjarðalista, um að koma á einhvers konar “öldungaráði” með tillögurétti, í hverjum bæjarkjarna. Jaðar byggðarlögin þarfnast nærvöktunar, annars verða þau útundan, gleymast og drabbast niður.

Ég er sáttur við að Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð ætlar að lækka fasteignagjöld eldri borgara um 20 prósent. Vestmannaeyingar gera þó betur við sína gamlingja og afnema með öllu fasteignagjöld á þann hóp.

Framsóknarflokkurinn segir m.a.: “Fjöregg Fjarðabyggðar eru hafnirnar og starfsemi þeirra. Byggja þarf áfram upp aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi í sveitarfélaginu og þarf sérstaklega að gæta að jaðarbyggðum sveitarfélagsins í slíkri uppbyggingu.”

Hér að ofan er auðvitað fátt eitt upptalið sem er á stefnuskrá flokkanna. Stefnumálin má kynna sér á heimasíðum þeirra, sjá hér fyrir neðan:

Fjarðalistinn
Framsóknarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn


Tengdar greinar

Pósturinn mismunar viðskiptavinum

Þegar farið er með pakka í pósthúsið, er ekki sama hver póstleggur pakkann. Gefum okkur að þú standir við hliðina

Seðlabanki Íslands á villigötum

Stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, kalla á hækkun útlánavaxta viðskiptabankanna með þeim afleiðingum að fjármagnskostnaður fyrirtækja hækkar, sem kallar á hækkun á

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.