Undarleg bókun á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar

Undarleg bókun á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar

svaust“Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. október 2013 að vísa gjaldskrá skipulagðra almenningssamgangna til frekari skoðunar í bæjarráði. Um leið og bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfestir þá ákvörðun bæjarráðs að halda gjaldskrá almenningssamgangna óbreyttri milli ára þá árétta bæjarfulltrúar að framtíðarsýnin sé sú að Fjarðabyggð sé eitt gjaldsvæði. Mikilvægt er nú að skjóta styrkum stoðum undir almenningssamgöngur í Fjarðabyggð og gera þær fjölbreyttari en um leið halda áfram vinnu á næsta ári við að tryggja fjárhagslegan grundvöll þeirra með það að leiðarljósi að jafna út fargjöld innan Fjarðabyggðar. Því felur bæjarstjórn bæjarráði að vinna áfram að málinu nú í vetur og fara yfir alla þætti almenningssamgangna innan Fjarðabyggðar og skila bæjarstjórn greinagerð um stöðu þeirra fyrir 1.febrúar nk. Þá mun bæjarstjórn meta málið að nýju á grundvelli þeirrar greinagerðar.” – Það sem vekur furðu er eftirfarandi bókun fundarins:  “Jafnframt lögð fram til umræðu tillaga um endurgjaldslaus afnot eða afslætti til starfsmanna Fjarðabyggðar vegna skipulagðra samgangna. – Bæjarstjóra falið að láta vinna greinargerð um almenna stöðu skipulagðra samgangna, nýtingu einstaklinga og fyrirtækja á ferðum, fjárhagslegri stöðu þeirra ofl.”

Það er fagnaðarefni að bæjarfélagið skuli sjá ljósið varðandi þörf bæjarbúar fyrir almenningssamgöngur, nú þegar flest öll verslun og þjónusta er flúin frá jaðarbyggðum. En hitt er verra, ef hygla á starfsfólki bæjarfélagsins á kostnað hinna.


Tengdar greinar

Katla Hólm Þórhildardóttir, Pírati – Ræðir um Fátækt og jaðarsetningu

„Virðulegur forseti. Ég reyni almennt að gerast ekki persónuleg í stjórnmálum en það er nú einu sinni þannig að hið

Malbikunarframkvæmdir við Skólaveg Fáskrúðsfirði

Nú í morgunsárið drifu að fullfermdir vörubílar með malbikunarefni og í kjölfarið birtust valtarar, malbikunarvélar og frískur mannskapur. Fljótlega var

Hverfaráð í stað Austurbrúar

Einhvern veginn hef ég ekki trú á fyrirbrigðinu Austurbrú. Held að þetta sé svona fínni-manna-klúbbur sem hugsar stórt, heldur hátimbraða

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.