Undarlegar vega- og brúarbætur í Fáskrúðsfirði

Nú á haustmánuðum tóku vegagerðamenn sig saman í andlitinu og ákváðu að byggja brúarhandrið yfir Kirkjubólsá hér í Fáskrúðsfirði. Áin hafði verið án handriðs í áratugi, eða frá upphafi smíðar hennar. Vinnuflokkur mætti á staðinn og fljótlega tók handriðið á sig mynd, og það enga smámynd. – Einhverja hundrað metra skyldi það ná út frá brúnni, samkvæmt reglunum sögðu handriðasmiðirnir.
Nú háttar svo til á þessum stað að skammt frá brúnni var beinn vegur, Goðatún, sá vegur liggur meðfram Kirkjubólsá niður að hesthúsahverfinu okkar og tengdist aðalbraut, skammt frá brúnni. – Fljótlega varð ljóst við framvindu verksins, að smiðirnir ætluðu að girða annan væng handriðsins þvert fyrir Goðatún, og í stað þess að útbúa aflíðandi fláa á Goðatúns veginn, var ákveðið að útbúa hálfgildings hringtorg, sem kannski mætti nefna “hálftorg”. Meðfylgjandi mynd sýnir glögglega hvernig beini vegurinn okkar varð að vegi með hálftorgi í annan endann. – Þá er önnur mynd frá þessari sömu framkvæmd, sem sýnir hvernig skástrikaðri viðvörunar súlu hefur verið komið fyrir út í miðri beygju. – Spurning af hverju súlan var ekki boltuð föst við nærtækan staur í handriðinu sjálfu?
Tengdar greinar
Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna
Á þessari vefsíðu, sjá hér, “,,eru birtar upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Hægt verður að skoða fyrir
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Margt um manninn og mikið fjör. Árni Johnsen sá um brekkusönginn af stakri snilld og kunnáttu.
Ræða á Alþingi – Halldóra Mogensen um fátækt.
Forseti. Fátækt er mannanna verk. Fátækt er afleiðing ákvarðana sem teknar eru hér í þessu húsi, ákvarðana sem viðhalda kerfislægri