Upprunamerkingar matvæla

Um daginn keyptum við nautahakk. Við skoðun á pakkningu, rétt fyrir matreiðslu kom í ljós að hakkið var ættað frá spáni. Í gær elduðum við grísakótelettur sem við vissum engin deili á. – Báðir þessir kjötréttir voru ljúfengir og þeim pakkað af innlendum aðilum.
Um árabil hef ég vitað til að sardínur, túnfiskur og annað góðgæti, er soðið niður í Thælandi. Það flutt til landsins og selt hér undir merkjum virts fyrirtækis sem til skamms tíma fékkst við að sjóða niður íslenska fiskafurði og grænar baunir.
Satt að segja hélt ég lengi vel, að matur frá íslenskum matvæla- pökkunar og niðurlagningaverksmiðjum innihéldi matvæli sem væru upprunnin frá íslenskum bændum og sjómönnum, lausar við fúkkalyf, pöddur og pestir sem hrjá mörg önnur lönd.
Óþolandi er að sjá ekki á merkingum, hvaðan mætvælin sem maður neytir í góðri trú, eru upprunnin. Og það er nánast óskiljanlegt að íslenskur matvælaiðnaður skuli fórna ímynd hreinleika, fyrir skyndihagsmuni.
Tengdar greinar
Vorhreinsun í Fjarðabyggð
Dagana 21. – 28. maí nk. fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð. Starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðva fara þessa daga
Garðyrkjuhundur að setja niður kartöflur….
…spurning hvort hann taki þær svo upp að hausti. 🙂 – Einstakt úthald. Spurning hvort myndbandið sé falsað að hluta