Vatnslaust við Skólaveginn, Fáskrúðsfirði

by Arndís / Gunnar | 06/07/2017 16:23

Undanfarna daga er vatn ítrekað tekið af húsum við Skólaveg vegna framkvæmda í götunni. Þetta er bagalegt vegna rafmagns heitavatnskúta sem gjarnan tæmast og þegar vatnið kemur á aftur er það mjög gruggugt, fyllir kútana af aur og stíflar síur. – Spurning hvort ekki sé hægt að gera við vatnslagnirnar öðru vísi en að taka vatnið af á klukkustundar fresti flest alla daga í þessari og síðustu viku?

Source URL: https://aust.is/vatnslaust-vid-skolaveginn-faskrudsfirdi/