Vegatollar í Fáskrúðsfirði? – Fastir íbúar fái verulegan afslátt

Við erum komin á þá skoðun að hjólbarðagjöldin, bensíngjöldin, bifreiðagjöldin og önnur vel meint gjöld sem lögð eru á bifreiðaeigendur sé slík hungurlús að hvergi dugi fyrir einu eða neinu svo sem vegabótum og viðhaldi. Í tilefni af framúrstefnulegum hugmyndum vegamálaráðherrans okkar, háttvirts Jóns Gunnarssonar, vakna spurningar hvort ekki megi innheimta vegatoll þegar ekið er eftir Skólaveginum hér í Fáskrúðsfirði? – Tollinn mætti innheimta frá þar til gerðum skúrum, staðsettum við sitt hvorn enda vegarins. – Uppátækið mundi síðan standa fjárhagslega undir malbiksslettum í holur og launum vakthafandi innheimtumanna í skúrunum báðum. – Að sjálfsögðu nytu íbúar við götuna verulegs afsláttar.
Tengdar greinar
Hláturinn lengir lífið – Myndband
Hláturinn lengir..
Er svindlað á jaðarbyggðum við sameiningu sveitarfélaga?
Enn á ný gerast sveitarstjórnamenn og excelfræðingar uppteknir af útreikningum þess efnis að sameina beri flest öll sveitarfélög í hagræðingarskyni.
Hver berst fyrir kjörum öryrkja og eldri borgara?
Eftir að hafa hlustað á innblásnar 1. maí ræður verkalýðsleiðtoganna það sem af er degi og fyrirhugaðar aðgerðir þeirra ef
2 ummæli
Skrifa athugasemdSkrifa athugasemd
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Þakka fyrir uppbyggjandi pistla um vegamálin, ekki síst þann myndskreytta um Skólaveginn ukkar. En segja Fáskrúðsfirðingar (svona almennt) Í Fáskrúðsfirði, en ekki Å Fáskrúðsfirði?
Takk fyrir póstinn og góða ábendingu. Kveðja, Gunnar