Vegatollar í Fáskrúðsfirði? – Fastir íbúar fái verulegan afslátt

Við erum komin á þá skoðun að hjólbarðagjöldin, bensíngjöldin, bifreiðagjöldin og önnur vel meint gjöld sem lögð eru á bifreiðaeigendur sé slík hungurlús að hvergi dugi fyrir einu eða neinu svo sem vegabótum og viðhaldi. Í tilefni af framúrstefnulegum hugmyndum vegamálaráðherrans okkar, háttvirts Jóns Gunnarssonar, vakna spurningar hvort ekki megi innheimta vegatoll þegar ekið er eftir Skólaveginum hér í Fáskrúðsfirði? – Tollinn mætti innheimta frá þar til gerðum skúrum, staðsettum við sitt hvorn enda vegarins. – Uppátækið mundi síðan standa fjárhagslega undir malbiksslettum í holur og launum vakthafandi innheimtumanna í skúrunum báðum. – Að sjálfsögðu nytu íbúar við götuna verulegs afsláttar.
Tengdar greinar
Er sameining sveitarfélaga að ganga upp?
Svo virðist sem ráðamenn bæjarfélaga álíti að með sameiningu megi spara margt fleira en það sem snýr að beinni stjórnsýslu
Ellert B Schram segir eldri borgara sniðgengna í fjár- og fjáraukalögum
Ellert B. Schram (Sf) „Hæstv. forseti. Í stuttri ræðu sem ég flutti hér fyrr í vikunni gerði ég það að
VÍS lokar útibúi sínu í Fjarðabyggð – Bæjarráð bókar hörð mótmæli
“Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 24.9.2018 mótmælti bæjarráð harðlega lokun á útibúi Vátryggingafélags Íslands í Fjarðabyggð. Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega lokun
2 ummæli
Skrifa athugasemdSkrifa athugasemd
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Þakka fyrir uppbyggjandi pistla um vegamálin, ekki síst þann myndskreytta um Skólaveginn ukkar. En segja Fáskrúðsfirðingar (svona almennt) Í Fáskrúðsfirði, en ekki Å Fáskrúðsfirði?
Takk fyrir póstinn og góða ábendingu. Kveðja, Gunnar