Veiðifélag Breiðdælinga mótmælir harðlega áformum um fiskeldi í Stöðvarfirði

Veiðifélag Breiðdælinga mótmælir harðlega áformum um fiskeldi í Stöðvarfirði
Stöðvarfjörður – Lambafell í baksýn – https://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Images_by_Gerd_Eichmann

Þann 17. ágúst sl var tekin fyrir í bæjarráði Fjarðabyggðar, ályktun Veiðifélags Breiðdælinga er varðar fyrirætlanir um fiskeldi í Stöðvarfirði Sveitarfélagið hefur þegar sent inn athugasemdir vegna fyrirhugaðs laxeldis í Stöðvarfirði. Erindi Veiðifélagsins var lagt fram til kynningar.

Stjórn Veiðifélags Breiðdælinga mótmælir harðlega öllum fyrirætlunum um fiskeldi í Stöðvarfirði. – Hafrannsóknarstofnun sagði í fyrsta áhættumati sínu að laxeldi væri óásættanlegt í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá. Engar rannsóknir eða vísindi staðfesta breytingar á þessu mati og krefst Veiðifélagið að Hafrannsóknarastofnun standi við orð sín.

Veiðifélag Breiðdæla lýsir yfir fullri ábyrgð á hendur opinberra stofnanna, sem standa að leyfisveitingum (Skipulagsstofnun), gagnvart öllum þeim skaða sem eldið mun valda á lífríki Breiðdalsár og hagsmunum landeigenda. Því skorar Veiðifélag Breiðdæla á bæjarstjórn Fjarðarbyggðar að beita öllum ráðum til að vernda lífríki Breiðdalsár sem stafar ógn af fyrirhuguðu laxeldi í opnum sjókvíum í Stöðvarfirði.

Ályktun: Vegna fyrirhugaðs 7.000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði í opnum sjókvíum – Vegna nálægðar við Breiðdalsá
Stjórn Veiðifélags Breiðdæla skorar á Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar að beita sér fyrir friðun Stöðvarfjarðar fyrir laxeldi í opnum sjókvíum. Dæmin sýna að erfðablöndun verður á villtum laxastofnum og eldislaxi þegar laxeldi í opnum sjókvíum er í námunda við hryggningasvæði viltra laxastofna. Rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar sýna að erfðamengi laxastofns Breiðdalsár er ekki að finna í öðrum laxveiðiám og því sérstakur. Okkur sem samfélag ber að vernda þennan einstaka stofn því ekki verður aftur snúið ef erfðablöndun á sér stað við norskan eldislax. Því ítrekar Stjórn Veiðifélags Breiðdæla að Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar beiti sér fyrir því ekki verði heimilað laxeldi í opnum sjókvíum í Stöðvarfirði. – F.h. stjórnar Veiðifélags Breiðdæla, Sigurður Max Jónsson, Skjöldólfsstöðum


Tengdar greinar

Framkvæmdir við hesthúsið okkar

Við, ég og konan, höfum verið upptekin við að lagfæra hesthúsið okkar í sumar. Hér eru nokkra myndir sem sýna

SAMÞYKKT um búfjárhald í Fjarðabyggð

1. gr. Samþykkt þessi er sett til að tryggja skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í Fjarðarbyggð, koma í veg

Fiðurfé í Fjarðabyggð

Loksins hefur bæjarstjóri Fjarðabyggðar Páll Björgvin Guðmundsson, þann 6. janúar síðast liðinn gefið út og samþykkt regluverk um fiðurfénað í

Engar athugasemdir

Skrifa athugasemd
Engar athugasemdir! Þú getur verið fyrst/ur til skrifa við þessa færslu!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.