Verðtryggt lán / ólán – Pæling


Það að ræða við fólk sem maður hittir á förnum degi er oft á tíðum fræðandi. – Hér um daginn hitti ég gamlan vinnufélaga sem var að koma frá því að hafa heimsótt bankann sinn. Við settumst niður og spjölluðum um daginn og veginn og þar kom að við fórum að tala um efnahagsmál og verðtryggingu. – Maðurinn sagðist hafa verið að greiða af íbúðaláninu sínu sem hann sagði hækka frá mánuði til mánaðar, eftir því sem hann greiddi oftar af því. Já, já. Ég kannast við óskapnaðinn. Sagði ég.
Þetta er 40 ára galeiða að taka verðtryggt lán. Sagði hann armæðulega og bætti við. Upphaflega fékk ég 40 ára lán að upphæð 9.6 milljónir króna. – Nú, eftir tólf og hálft ár er ég búinn að greiða 11 milljónir af þessu láni og samkvæmt greiðsluseðli sem hann sýndi mér, standa tæpar 13 milljón krónur eftir að vöxtum og verðbótum meðtöldum.
Greiði ég lánið upp í dag, væri ég búinn að greiða tæpar 24 milljónir á þessu 12 og hálfa ári frá því lánið var tekið.
Svo hló hann kaldranalega og sagði. Haldi ég áfram að greiða af láninu, eins og gert er ráð fyrir, eru 27.5 ár eftir. Lauslega reiknað gera það afborganir upp á ríflega 24 milljónir í viðbót, eða samtals 35 milljón krónur.
Höfuðstóll væri þá uppgreiddur 3.6 sinnum. – Þetta köllum við að njóta verðtryggðra lána á Íslandi. 🙂
Tengdar greinar
Vistabönd – Þrælahald
Galeiðunni er róið af þegnum sem eru þiggjendur og nefnast launþegar, lánþegar, barnabótaþegar, örorkuþegar og ellilífeyrisþegar. Ólán þessa fólks er
Miklir vatnavextir í Fáskrúðsfirði
Í vatnavöxtum undanfarinna daga kemur í ljós að þörf er á styrkingu við syðri bakka Kirkjubólsár gegnt hesthúsabyggð. Ég hef