Vetrarríki – Yrkisefni listamanns

by Arndís / Gunnar | 26/12/2012 22:25

Íslenskt skammdegi er yrkisefni málarans sem málaði þessa mynd. Myndlistamaðurinn Frank Joseph Ponzi fæddist í New-Castle í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum hinn 18. maí 1929. Hann lést á heimili sínu í Brennholti í Mosfellsdal 8. febrúar 2008. Frank stundaði nám í myndlist við Art Students League í New York og síðar nám í listasögu og forvörslu við Oxford-háskóla á Englandi. Hann starfaði við kvikmyndadeild City College í New York og síðar sem listráðunautur hjá Guggenheim-safninu í New York.

Ovedur_Frank_Ponsi[1] Óveður Frank Ponzi

Endnotes:
  1. [Image]: https://aust.is/vetrarriki-yrkisefni-listamanns/ovedur_frank_ponsi/

Source URL: https://aust.is/vetrarriki-yrkisefni-listamanns/