Virðing Alþingis – Orðheldni – Heiðarleiki – Drengskapur.

Segja má að Alþingi sé samansett af nokkrum hópum einstaklinga sem hafa komist á þing með því að gefa kjósendum sínum fyrirheit um betri tíð og blóm í haga. – Og oftar en ekki, svikið þau fyrirheit, þar sem flokkurinn/einstaklingurinn komst ekki til þeirra valda sem að var stefnt. Flokkurinn þurfti að sættast á ófullnægjandi málamiðlanir í tveggja eða þriggja flokka samstarfs moði, þar sem flest öll loforðin lentu utan málefnasamnings, eins og hvert annað aukaatriði, en stólaskiptingin fékkst á hreint. – Vottur af hugsjónareldi, sem mátti greina í loforðaflaumi einstakra frambjóðenda í kosningabaráttunni er oftast kulnaður þegar hér er komið og eftir stendur einstaklingur sem lafir á staðnum vegna ásættanlegra launakjara.
Virðuleikinn
Utan um veru þingmanns á Alþingi er uppdiktaður virðuleiki, óskrifaðar hefðir segja að hann skal ganga um þingið í jakkafötum í hvitri skyrtu og með hálstau og skal ávarpa þingið virðulega úr ræðustól og aðra þingmenn sem hæstvirta eða háttvirta, eftir atvikum. – Allt þetta er talið nauðsynlegt svo Alþingi Íslendinga megi halda virðuleika sínum.
Ómerkingar
Og svo gerist það, að af öllum stöðum, þar sem virðuleikinn og titlatogið virðist eiga heimilisfestu, á Alþingi sjálfu, verða nokkrir þingismenn þess uppvísir af ómerkilegum götustráka-kjafthætti á veitingastað. Og það er ekki eitt. Nokkru áður fóru forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins með lygum og hálfsannleik gegn fátæku fólki úr ræðustól sjálfs Alþingis. – Spurning hvort sé ámælisverðara. Rugl sauðdrukkinna þingmanna á knæpu, eða lygar og hálfsannleikur æðstu ráðamanna úr ræðupúlti Alþingis. sjá hér …og hér.
Tengdar greinar
Hestar og hestamenn á Fáskrúðsfirði
Video af hestum og hestamönnum á Fáskrúðsfirði.
Meira – betra – dýrara
Þegar fréttir berast, þess efnis að opinberir aðilar og fyrirtæki séu að bæta þjónustu sína, til hagsbóta fyrir neytendur. Þá
Vatnsveitan í Fáskrúðsfirði mikið áhyggjuefni
Í nýlegri fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar má lesa eftirfarandi: “2.18. 1801155 – Vatnsveita 2018 Niðurstaða 579. fundar bæjarráðs Bæjarráð fór yfir