Virðing Alþingis – Orðheldni – Heiðarleiki – Drengskapur.

Segja má að Alþingi sé samansett af nokkrum hópum einstaklinga sem hafa komist á þing með því að gefa kjósendum sínum fyrirheit um betri tíð og blóm í haga. – Og oftar en ekki, svikið þau fyrirheit, þar sem flokkurinn/einstaklingurinn komst ekki til þeirra valda sem að var stefnt. Flokkurinn þurfti að sættast á ófullnægjandi málamiðlanir í tveggja eða þriggja flokka samstarfs moði, þar sem flest öll loforðin lentu utan málefnasamnings, eins og hvert annað aukaatriði, en stólaskiptingin fékkst á hreint. – Vottur af hugsjónareldi, sem mátti greina í loforðaflaumi einstakra frambjóðenda í kosningabaráttunni er oftast kulnaður þegar hér er komið og eftir stendur einstaklingur sem lafir á staðnum vegna ásættanlegra launakjara.
Virðuleikinn
Utan um veru þingmanns á Alþingi er uppdiktaður virðuleiki, óskrifaðar hefðir segja að hann skal ganga um þingið í jakkafötum í hvitri skyrtu og með hálstau og skal ávarpa þingið virðulega úr ræðustól og aðra þingmenn sem hæstvirta eða háttvirta, eftir atvikum. – Allt þetta er talið nauðsynlegt svo Alþingi Íslendinga megi halda virðuleika sínum.
Ómerkingar
Og svo gerist það, að af öllum stöðum, þar sem virðuleikinn og titlatogið virðist eiga heimilisfestu, á Alþingi sjálfu, verða nokkrir þingismenn þess uppvísir af ómerkilegum götustráka-kjafthætti á veitingastað. Og það er ekki eitt. Nokkru áður fóru forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins með lygum og hálfsannleik gegn fátæku fólki úr ræðustól sjálfs Alþingis. – Spurning hvort sé ámælisverðara. Rugl sauðdrukkinna þingmanna á knæpu, eða lygar og hálfsannleikur æðstu ráðamanna úr ræðupúlti Alþingis. sjá hér …og hér.
Tengdar greinar
Fundur með hestamönnum í Fjarðabyggð
Niðurstaða fundar var helst sú að Fjarðabyggð hefur tímabundið, fallið frá fyrirhugaðri gjaldtöku fyrir hrossabeit innan bæjarfélagsins. Nokkur umræða varð
Viðskiptanetið að geispa golunni?
Viðskiptanetið barter.is virðist haldið uppdráttarsýki eða hrörnunarsjúkdómi, sem hægt og bítandi er að draga fyrirtækið til dauða. Í dag virðist
Snyrtileg aðkoma að álveri Alcoa á Reyðarfirði
Þessi mynd var tekin við anddyri Alcoa Fjarðaáls í sumar. Lóðin innan girðingar álversins er grasi gróin og hún slegin