Vor í Fjarðabyggð

“Árlegt vorhreinsunarátak fer fram í Fjarðabyggð dagana 26. til 30. maí. Starfsmenn sveitarfélagsins fara um bæjarkjarna þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Einnig er veitt aðstoð við að fjarlægja stærri hluti af lóðum, s.s. afskráða bíla og ónýt tæki. Þeir sem vilja nýta sér slíka aðstoð eru beðnir um að hafa snúa sér til framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar á fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000. Þá eru fyrirtæki sveitarfélagsins og stofnanir hvattar til að halda umhverfisdag fyrir skipulega tiltekt og hreinsun umhverfis vinnustaðinn. Starfsmenn framkvæmdasviðs veita fúslega ráðgjöf varðandi skipulagningu og framkvæmd. Og sem fyrr aðstoða Veraldarvinir bændur við tiltekt á jörðum þeirra.” Sjá ítarlegri upplýsingar á vefsvæði Fjarðabyggðar. – Ath. Síðan finnst ekki lengur.
Tengdar greinar
Fáskrúðsfjörður rafmagnslaus í gærkvöldi
Rafmagnið fór af í ríflega 3 klukkustundir í gærkvöldi. Sum hús voru farin að kólna nokkuð þegar rafmagnið kom á
Ný sauðfjárvarnargirðing í Fáskrúðsfirði
Þessa dagana er jarðvegi bylt með stórvirkri vinnuvél í norðurhlíð Fáskrúðsfjarðar. Þarna skal strengja sauðfjárvarnargirðingu út- og inneftir ofanverðri hlíðinni
Nýtt útlit á Aust.is
Þá er mikil vinna að baki. Nú hefur vefurinn okkar Aust.is, verið uppfærður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum. Allir velkomnir