Vor í Fjarðabyggð

“Árlegt vorhreinsunarátak fer fram í Fjarðabyggð dagana 26. til 30. maí. Starfsmenn sveitarfélagsins fara um bæjarkjarna þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Einnig er veitt aðstoð við að fjarlægja stærri hluti af lóðum, s.s. afskráða bíla og ónýt tæki. Þeir sem vilja nýta sér slíka aðstoð eru beðnir um að hafa snúa sér til framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar á fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000. Þá eru fyrirtæki sveitarfélagsins og stofnanir hvattar til að halda umhverfisdag fyrir skipulega tiltekt og hreinsun umhverfis vinnustaðinn. Starfsmenn framkvæmdasviðs veita fúslega ráðgjöf varðandi skipulagningu og framkvæmd. Og sem fyrr aðstoða Veraldarvinir bændur við tiltekt á jörðum þeirra.” Sjá ítarlegri upplýsingar á vefsvæði Fjarðabyggðar. – Ath. Síðan finnst ekki lengur.
Tengdar greinar
Sligandi bryggjugjöld fyrir gamlingja
Þarna var hann gamli maðurinn að bjástra við að koma bátnum sínum upp á land. Hann notaði háan bíl á
Bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar fara offari í gjaldtökum
Mörgum er lítið skemmt í Fjarðabyggð þessa dagana. Ástæðan er bréf frá bæjaryfirvöldum þess efnis að eigendur geri grein fyrir
1984.is – Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Við hér á Aust.is getum mælt með vefhýsingu hjá 1984.is – Frábær þjónusta og jákvætt starfsfólk sem er tilbúið til