Vorhreinsun í Fjarðabyggð

Dagana 21. – 28. maí nk. fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð. Starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðva fara þessa daga um bæjarkjarnanna og hreinsa upp bæði garðaúrgang sem annað rusl sem óskað er eftir að verði hirt.
Íbúar þurfa að setja, á snyrtilegan hátt, út fyrir garða sína garðúrganginn sem óskað er eftir að verði sóttur. Ef fjarlægja þarf stærri hluti af lóð s.s. afskráð ökutæki, vinnuvélar, báta og annað slíkt er hægt að fá aðstoð hjá þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar. Til að komast í samband við þjónustu- og framkvæmdamiðstöð er hægt að hafa samband í síma 470 9000.
Fólk er hvatt til að nota tækifærið og taka þátt í vorhreinsuninni. – Tökum höndum saman og förum inn í sumarið í snyrtilegri Fjarðabyggð. – Vefur Fjarðabyggðar
Tengdar greinar
Hestamenn ánægðir með framtakið
Hann Björgvin hjá áhaldahúsinu varð vel við bón hestamanna þess efnis að lagfæra gatnamót vegarins niður að hesthúsahverfinu. Vegaspottinn er
Er okrað á landsmönnum? – FÍB verðkönnun
Allt að 270 prósent verðmunur á WD-40 ryðvaranarolíu samkvæmt verðkönnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Á vefsvæði félagsins segir: “Innkoma Costco á