Vorþankar

Er það lán að fá verðtryggt húsnæðislán sem hækkar svo ofboðslega, að þú greiðir það þrisvar sinnum upp á lánstímanum. – Hvað með að kalla slíkt fyrirbrigði Ólán? -eða eitthvað allt annað en lán.
Stöðugleiki er það nefnt þegar elítan veitir sér óheftar launahækkanir. – Þessum sama stöðuleika er ógnað fái verkamenn, aldraðir og öryrkjar, smávægilega kjarabót.
Það er ekki INN lengur að notast við gamaldags ríkisrekna heilbrigðisþjónstu. – Í dag skal greiða feita framistöðubónusa til þeirra sem fást til að lækna okkur.
Þann 1. maí sl. var innleidd glæný hagræðing í heilbrigðiskerfinu, en hún er sú að þeir minna veiku greiði fyrir þá meira veiku. Kjörorð nýja kerfisins er; “Haltur leiðir blindan”.
Tengdar greinar
Hækka þarf lægstu laun
300 þúsund króna lágmarkslaun ásamt hækkuðum skattleysismörkum er sanngjörn krafa í komandi samningum. – Það er ekki boðlegt í siðuðu
Hrossin búin undir áramótin
Hestamenn voru á stjái í dag við að undirbúa áramótin. Sumir byrgðu glugga með dökku klæði til að róa hrossin